Allir á móti hlerunum... nema ţegar ţađ kemur ţeim sjálfum vel

Ég var ađ lesa grein Ólafs Hannibalssonar um símhleranir í Morgunblađinu í dag og skinhelgi stjórnmálamanna gagnvart ţeim. Halldór Baldursson túlkar ţetta ađ vanda frábćrlega međ skopmynd sinni af stjórnmálamanninum međ gloppótta minniđ. En ţađ er einkennileg fortíđarţrá í Mogganum í dag, ţađ er eins og tíminn hafi stađiđ kyrr og síminn sé ennţá ađalgaldratóliđ og samskiptatćkiđ. Ólafur Hannibalsson endar sinn mikla ritbálk međ ţessum orđum:

"Ég heiti á alla alţingismenn, hvar í flokki sem ţeir standa, ađ ganga nú svo frá ţessum málum ađ fullljóst sé hverjum gegnum ţjóđfélagsţegni, hver réttindi borgaranna eru í ţessum efnum gagnvart snuđrunaráráttu ríkisvaldsins og setja međ ţví ríkisvaldinu ţćr skorđur í eitt skipti fyrir öll sem ţađ getur ekki fariđ yfir í samskiptum sínum viđ borgara landsins, án ţess ađ handhafar ţess verđi "uppvísir afbrotamenn".

Sameinist nú allir um kröfu sjálfstćđismanna frá 1936 um sérstaka rannsóknarnefnd í símanjósnunum samkvćmt 39. grein stjórnarskrárinnar, međ umbođi til ađ fara ofan í saumana í ţessum álum frá upphafi til ţessa dags." 

Símalína frá 1910

Ritbálkur Ólafs er góđur og tímabćr en ég vildi óska ţess ađ fleiri en ég sću ađ ţađ eru breyttir tímar núna. Ţađ hefur markvisst veriđ stefnt ađ ţví ađ leysa upp ţjóđríkiđ á síđustu áratugum og ţađ er ekki lengur til ríkisvald sem rekur símakerfi fyrir einstaklinga.  Ţađ eru hins vegar til alţjóđleg stórfyrirtćki sem kaupa upp símafyrirtćki og samskiptaţjónustur víđa um lönd. Flestar viđkvćmar upplýsingar um ţegnanna sem líklegt er ađ einhver vilji hlera  fara um hendur ýmissa einkafyrirtćkja svo sem Skýrr og Reiknistofu bankanna og Internetţjónustuađila. Framtíđ okkar og nútíđ okkar er stafrćn og möguleikar til hlerana eru óendanlega miklu meiri í stafrćnum heimi heldur en voru á tímum Kalda stríđsins.  Ţađ skiptir miklu  fyrir okkur ađ skođa hverjir ţađ eru  ţađ eru sem eiga samskiptamiđlana, upplýsingaveiturnar og sem stjórna hinum stafrćnu samskiptum okkar og hvađa möguleika ţeir hafa til ađ njósna um samskipti okkar og athafnir. Og hvernig á ađ passa almenna borgara fyrir ađ ţeir misnoti ekki ađstöđu sína.

Ţeir sem áhuga hafa á ţessum málum ćttu ađ lesa sér til um Carnivore og  annars konar hlerunarbúnađ lögregluyfirvalda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband