12.5.2009 | 07:20
Ofbeldi gagnvart konum í Noregi og í Afganistan
Hamfarapressa og æsifréttastíll nútíma fjölmiðlunar með sínum flennifyrirsögnum er stundum eins og ofurskær geisli sem upplýsir svo mikið einn þátt sögunnar að annað sveipast hulu og verður grátt og út úr fókus. Geislinn er alltaf á blóð og ofbeldi og voðaverk og þann sem beitir ofbeldi. Geislinn sýnir gerandann sem eins konar hetju sögunnar, sagan er sögð af honum, frá sjónarhóli hans og með honum.
Sumir glæpir og raðmorð eru beinlínis framin til þess að baðast þessum máttuga geisla. Skólamorðin þar sem ungir karlmenn ganga berserksgang og skjóta sem flesta eru dæmi um það. Mörg hryðjuverk eru líka dæmi um það. Tilgangurinn með sumum ódæðum er þá ekki að myrða og pynda fólk heldur einmitt að það verði fluttar blóði drifnar hryllingsfréttir um ódæðið í fjölmiðlum heimsins, helst svo hryllilegar að þær sendi skilaboð út yfir gröf og dauða og hræði þá sem hlýða á fréttirnar. Þetta er einhvers konar stjaksetning til að sýna hvernig fer fyrir þeim sem gera eða gera ekki ákveðna hluti. Vald yfir fólki er líka fólgið í óttanum og liður í því er að sviðsetja ódæðisverkið og þolendur þess.
Fjöldamorðið á Neseyju var ofbeldi gagnvart konum, ofbeldi sem átti rætur að rekja til hvernig eigum er skipt. Konan sem var myrt mun hafa óskað eftir skilnaði við manninn fyrir mörgum árum og það var útkljáð í mörgum dómsmálum hvernig sameiginlegum eigum þeirra var skipt, henni var dæmt helmingur af sameiginlegu húsi þeirra og innbúinu. Maðurinn myrti hana og dóttur hennar. Hér er úr grein í Aftenposten:
"Etter det Aftenposten erfarer, har ekteparet stått oppe i flere rettstvister de fire siste årene fordi hun ønsket skilsmisse. Eiendommen striden sto om ble kjøpt av paret i oktober 1999, men etter skilsmissen skal striden også ha dreid seg om hvem som hadde skutt inn mest av kjøpesummen.
Ifølge VG ble det i fjor klart at ekskona skulle tilkjennes halve huset og innboet, etter at striden hadde vært oppe i to rettsinstanser. Striden skal også dreie seg om verdien på selve huset. Politiet undersøker nå om motivet for dobbeltdrapet kan ligge her.Fleiri greinar um málið:
Deathdealer: Kvinnen det annet Kjønn?
Víða um heim eru konur og stúlkubörn ekki óhult út af ofbeldi í umhverfi þeirra. Noregur er eitt ríkasta land í heimi og réttur kvenna er þar tryggður með ótal lögum og konur geta sótt mál sitt gegn dómstólum ef þær telja á sér brotið. Það gerði þessi kona sem var myrt.
Ef við förum aðeins lengra austur á leið og skoðum stöðu kvenna í löndum eins og Afganistan þá er ástandið þannig núna að í orði kveðnu geta stúlkur farið í skóla og fé hefur verið varið til að opna stúlknaskóla. En þar í landi getur það verið beinlínis hættulegt fyrir stelpur að fara í skóla og læra að lesa, margar árásir hafa verið gerðar á stúlknaskóla, sjá t.d. þessa frétt frá því í gær Gasangreb på pigeskole i Afghanistan
Þrjú látin eftir skotárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Facebook
Athugasemdir
Er sammála þessum áherslum þínum Salvör. Það er með ólíkindum hvað lítið er gert úr þessum staðreyndum -jafnvel hér á Íslandi.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.