Örblogg með Twitter

 

Hér er grín um Twitteræðið í heiminum. Margt frægt fólk er núna með twitter og reynir að safna að sér áhangendum (kallast followers á twittermállýsku)

Það er mikið twitter æði í heiminum þessa daganna. Twitter er míkróblogg eða örblogg og getur hver sem er gerst áskrifandi. Það er hægt að skrifa mest 140 stafi í einu. Þetta er svona svipað og uppfæra statuslínu í Facebook.  Svona örblogg eru óðum að taka við sem útbreiddasta gerðin af bloggi, þau henta betur til margra hluta, ekki síst fyrir fréttir og ábendingar t.d. ábendingar um greinar eða blogg. En Twitter örbloggin eru öðruvísi en önnur blogg að því leyti að þau eru oft skrifuð úr símum, sérstaklega er algengt að iphone notendur sendi á Twitter. Twitter hentar þannig fyrir samfélag sem er orðið það sítengt að fólk er tengt alltaf, ekki bara þegar það er við tölvu eða situr með fartölvu. 

Þessar takmarkanir á Twitter að geta bara haft 140 stafi eru líka eins konar sía, Twitter virkar eins og sía á upplýsingar, hægt er að fylgjast með twitterstraumum og smella á slóðir sem bent er á ef það virkar áhugavert og maður treystir þeim sem bendir á.  Það er líka ein ný notkun sem núna er komin á twitter og það er leitin. Hún er orðin mjög öflug  ef maður er að leita að einhverju sem er einmitt að gerast hér og nú, leita í gegnum umræðu heimsins um t.d. eitthvað verkfæri eða það nýjasta nýtt um svínaflensuna.  Ef maður t.d. fer á leitina á http://search.twitter.com og slær inn leitarorð eins og swineflu eða h1n1 þá getur maður fylgst með því nýjasta, oft ábendingum frá heilbrigðisaðilum víða um lönd en líka alls fólki að blogga út í loftið. Það er líka algengt að fólk sannmælist um að nota merkingar á twitter boðin sín og nota þá hash merkið. Það er algengt þegar fólk t.d. er á ráðstefnum eða uppákomum og tekur þátt í einhverjum viðfangsefnum. Segnum að ég vildi fylgjast með hvað verið væri að skrifa um opinn hugbúnað. Það má t.d. sjá hvað fólk hefur merkt með #opensource  með því að slá þetta inn í leitargluggann í twitter leit.

Það er líka núna að þróast ýmis konar samræða með twitter, margar vefslóðir bjóða upp á að senda beint á twitter eins og facebook og svo eru ýmis verkfæri að þróast sem nota twitter til ýmis konar samskipta t.d. til að gera skoðanakannanir. Hér er ég að prófa  að setja upp hugmyndasamkeppni á twitter, það er mjög einfalt að setja upp og taka þátt í svona samkeppnum:

Samkeppni um nafn á nýju ríkisstjórninni 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband