Brandarafrétt

Þessi frétt um stuldinn á 40 tommu flatskjá sem stolið var úr sumarbústað fær mig til að brosa.  Ég vorkenni náttúrulega fólkinu sem stolið var frá en það er samt þannig að flatskjár er táknmynd um hversu mikið þú spilaðir með í spilaborginni sem hrundi. Tölvurnar í dag eru allar með flatskjám en einn samstarfsmaður minn stillir upp hjá sér forljótum stóreflis skjáhlunk sem tekur mestanpartinn af skrifborðinu hennar. Hún segir það sína þjófavörn. Ég held að sumarbústaðaeigendurnir gætu alveg lært af henni, 40 tommu flatskjár er ekki öflugasta þjófavörnin á Íslandi í dag.

Það er líka annað sem fær mig til að brosa. Það er gaman að búa í samfélagi þar sem nytjastuldur á einu sjónvarpstæki er tilefni fréttar. Það fær mig líka til að skælbrosa ennþá breiðar að hugsa um alla milljarðana og æruna sem var stolið frá mér og þér og öllum Íslendingum í þessum skrípaleik sem fjármálalíf undanfarinna missera var og hvernig það rán var aldrei nein fyrirsögn í netmiðlum, þvert á móti var það rán með vitund íslensku ríkisstjórnarinnar og klappað upp af forsetanum og lofsungið í fjölmiðlum sem voru í eigu þeirra sem frjálslegast gengu í sjóðinn, í eigu þeirra sem prentuðu peninga fyrir sjálfan sig og þeyttu þeim á milli sín svo þeir litu út fyrir að margfaldast.

Það fær mig líka til að brosa að  í hinni nýju vinstristjórn VG og Samfylkingar þá stígi á stokk hver á fætur öðrum sem dásamar það kerfi sem núna eftir að allt er farið ætlar að stela meira og meira þannig að meira fari frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga skuldirnar. Það er svona öfugt Hróa hattar kerfi núna á Íslandi, það er stolið frá þeim fátæku og skuldugu og fært yfir til þeirra sem eiga peninga. 

En svo ég geti brosað meira þá horfi ég á nokkrar skrýtlur eftir þá frábæru skoplistamenn Halldór og Henrý Þór.Takk fyrir að létta okkur lífið og láta okkur brosa á þessum erfiðu tímum!

28-04-09

04-05-09__ 

3ce2e3672dba964


mbl.is Fjörutíu tommu flatskjá stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þarna er verið að brjótast inn og stela. Menn mega eiga það sem þeim sýnist í þessum sumarhúsum. Ekki vildi ég hafa mikið raftækjadrasl í mínum bústað en breytir ekki því að þarna er framinn glæpur og getur m.a. sett djúp spor á eigendur með að vilja vera í bústað þar sem glæponar hafa farið um ránshendi.

Ólafur Þórðarson, 6.5.2009 kl. 02:28

2 identicon

Ég er sammála öllu og játa að ég glotti sjálf þegar ég heyrði um ofhlaðinn bíl af flatskjám úr Grímsnesi í mars og hugsaði svipað og þú hér. Ég set þó spurningamerki við eitt orð: Nytjastuldur. Ertu alveg örugg um það?

Kristín í París (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 06:38

3 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Þú segir: ,,Það er svona öfugt Hróa hattar kerfi núna á Íslandi, það er stolið frá þeim fátæku og skuldugu og fært yfir til þeirra sem eiga peninga".

Ég segi: Það hefur aldrei verið öðruvísi kerfi á Íslandi, og síðustu 18 árin hefur það kerfið magnast sem aldrei fyrr. Vonandi tekst nýrri ríkisstjórn að vinda eitthvað ofan af því, en maður þorir varla að vona.

Opnaðu augu þín.

Gústaf Gústafsson, 6.5.2009 kl. 09:13

4 identicon

Það er náttúrulega eitt í þessu, Flatskjár er ekkert annað en sjónvarp.....

Ég veit ekki til þess að þú getir keypt sjónvarp í dag nema það sé "flatskjár"

Leiðinlegt fyrir fólkið - en í mínum huga eru sumarbústaðir mun betri án sjónvarps en með

Eyjólfur Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband