Hafskip í skotlínu, árið sem ég vann hjá Björgólfi

Það má vart á milli sjá hvort var óheppilegri tímasetning á útgáfu af bókinni um Forseta Íslands núna fyrir jólin eða bókinni Hafskip í skotlínu, bókinni sem átti að fegra og rétta við hlut Björgólfs Guðmundssonar í Hafskipsmálinu.

Það má gjarnan rifja upp að á forsíðu Helgarpóstsins þann 22. maí 1986 var mynd af Björgólfi Guðmundssyni þar sem hann var leiddur inn í gæsluvarðhald og textinn með fréttinni er:

"Leynireikningar í Útvegsbankanum og erlendum bönkum, tugmilljóna fjársvik, fasteignir erlendis, bókhald og ársreikningar falsaðir, rannsóknarbeiðni ríkissaksóknara staðfesting á skrifum Helgarpóstsins - HP segir alla söguna um Hafskipsævintýrið.!

Ég komst nýlega að því að ég vann einu sinni hjá Björgólfi, ég hef skrifað sérstakt blogg um það og hvernig starfskjör mín voru  og ég man ekki eftir neinum kúlulánum eða kaupaukum þar, ég vann í  Dósagerðinni en það mun hafa verið eitt af fyrirtækjum Björgólfs á þeim tíma sjá minningabrot mitt hérna:

 Dósagerðin árið 1972

Það er sama hvað ég reyni, ég get ómögulega munað hvort að maðurinn sem kom í upphafi hverrar vaktar og skrifaði upp tölurnar á vélinni sem ég vann á hafi verið í teinóttum jakkafötum. Ég reyndar hugsa ekki, hugsa að það hafi ekki verið Björgólfur, ég hef alltaf heyrt að fólki hafi líkað vel við hann og hann sé alþýðlegur maður, ekki maður sem virðir verksmiðjustúlkur ekki viðlits.

Ég rifjaði upp þennan tíma sem ég vann hjá fyrirtæki Björgólfs þegar núna 6. febrúar  birti DV úttekt á manni að nafni Haukur Heiðar sem var deildarstjóri ábyrgðardeildar Landsbankans 1970 til 1977. Haukur Heiðar þessi mun hafa farið frjálslega með fé en notað aðrar aðferðir en þessar kúlulánablekkingar sem nú tíðkast og í staðinn fyrir eyjuna Tortula þá mun hann hafa notað bankareikninga í Sviss. Í DV greininni segir:

"Sem deildarstjóri ábyrgðardeildar Landsbankans hafði Haukur Heiðar um sjö ára skeið, frá 1970 til 1977, dregið að sér rúmar 50 milljónir króna með skjalafalsi. Í flestum tilfellum notaði Haukur Heiðar féð sem hann dró sér til þess að borga ábyrgðarskuldir fyrirtækja Björgólfs Guðmundssonar, Dósagerðarinnar og Bláskóga, eða kom fénu úr landi og inn á bankareikning í Sviss."

Mér virðist full ástæða til að kanna feril Björgólfs Guðmundssonar alveg frá því að hann fékk peninga til að borga ábyrðarskuldir sínar hjá Hauki Heiðar þangað til hann er kominn persónulega í ábyrgðir fyrir skuldbindingum við Landsbanka Íslands upp á 58 milljónir.

Það er litrík saga og spannar íslenska bankasögu og viðskiptasögu í fjörutíu ár.

Saga Björgólfs spannar líka skrýtna hluti, hluti eins og að hann setur upp áfengismeðferðarstöð og fer í útrás í að þurrka upp fólk (Veritas ævintýrið) og svo í að selja fólki áfengi í Rússlandi. 

 

1986-05-22-hp-forsida-akaera


mbl.is Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Viðskiptaferill Björgólfs er óneitanlega sérstakur, einkum það að hann skuli ekki láta gott heita eftir að hafa farið á hausinn æ ofan í æ. En þá er til þess að líta að þetta er sér-íslenskt fyrirbæri, og nánast trúaratriði: Bisnissmaður er ekki kominn á fastan grunn fyrr en hann hefur farið þrisvar sinnum á hausinn (sbr. Íslands Bersi í Guðsgjafarþulu)!

Flosi Kristjánsson, 5.5.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband