4.5.2009 | 15:21
Svarið kallinu, póstið myndbönd á youtube um kreppuna
Hans J. Lysglimt talar á vídeóinu hér fyrir ofan og stingur upp á því að Íslendingar boði heiminum nýjan fögnuð, segi sögu sína á youtube vídeoum (setji sem svör við hans vídeó) og segi hvers vegna þeir hafi ekki tekið eftir að það var hérlendis kerfi sem gekk ekki upp, segi frá því hvernig þeir kljást við kreppuna, segi frá hvernig gengur núna. Hans heldur því fram að önnur ríki muni hrynja á sama hátt og Ísland. Þetta er góð hugmynd hjá þessum manni, ég held við ættum að taka hann á orðinu og hefja samræðu við umheiminn, samræðu sem er ekki milli Gordons Browns og Geir Haarde, samræðu sem er milli einstaklinga þar sem við reynum að uppfræða umheiminn um ástandið hérna í því augnamiði að gefa eitthvað til alþjóðasamfélagsins.
Hans þessi sem ég veit nú lítil deili á er nú samt ansi (smá)borgaralegur hagfræðingur og að mér virðist í frjálshyggjugír, hann leyfir sér að fullyrða að Íslendingar hefðu átt að kaupa gull og silfur til að bjarga verðmætum sínum. Það er frekar erfitt að hlusta á þetta vídeó, Hans þessi er afar, afar yfirlátsfullur. Þetta virðist líka vera afar viðvaningsleg greining á Íslandi, alla vega er ekki sannfærandi að maður sem kallar sig hagfræðing meti aðstæður á Íslandi miðað við hvað hann þurfti að borga mikið fyrir gistingu þegar hann var túristi hér fyrir nokkrum árum á hagfræðingaráðstefnu. En ég held að þetta sé góð hugmynd með youtube kreppuvídeó á ensku, ágætt fyrir okkur að segja umheiminum frá okkar sjónarhorni og það getur líka verið ágæt kreppuminningabók fyrir okkur síðar.
Hér annað vídeó frá þessum Hans:
Kikna undan skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.