H5N1 eða H1N1 Viðbúnaðarstig 5

Vonandi eigum við ekki eftir að sjá H5N1 faraldur, þessi H1N1 faraldur er nógu slæmur.

Bendi á svínaflensugreinina á ensku wikipedia, það er ein besta upplýsingaveitan í svona málum. Áhugavert að fylgjast með hvernig greinin er skrifuð, hún er að verða mjög góð þó hún sé glæný og margir að skrifa hana saman, ég tók agnarlítinn þátt í því, ég bætti við tengingu í íslensku greinina sem ég er rétt byrjuð á. Vonandi hjálpa einhverjir til við að skrifa þá grein. Nú er til svínaflensugrein á 51 tungumáli á wikipedia og þær tengjast hver í aðra.

Twitter örbloggið er alveg að tjúllast, núna á nokkrum sekúndum þá eru komin 1500 fleiri blogg sem fjalla um svínaflensu, engin getur fylgst með þessu en það er gaman að prófa þessa leit

Þetta er samt ágæt leið fyrir fjölmiðlafólk að finna það nýjasta sem er að gerast.Nú er bara tímaspursmál hvenær Who auglýsir viðbúnaðarstig númer 5. Reyndar fullyrða margir á twitter núna að þegar sé komið viðbúnaðarstig 5 en ég sé það ekki á BBC.

Schwarzenegger bloggar um flensuna í Californiu, hvenær fer Jóhanna að nota Twitter fyrir skilaboð frá ríkisstjórninni? Hvaða gælunafn fær nýja stjórnin?

Nokkrar hugmyndir:

* Svínka
* Svínaflensustjórnin
* H1N1
* Flensustjórnin
* Grisjan (þ.e. ef við byrjum öll að ganga með grisjur áður en stjórnin verður mynduð)
* Vírussjórnin
* Veiran

Ekkert að því að hafa flensunafn á þessari stjórn,hún verður ekki verri fyrir það. Síðasta stjórn var kennd við Þingvelli en það hjálpaði ekkert, í hugum almennings heitir hún alltaf bara "vanhæf ríkisstjórn" og fólk heyrir kliðinn af búsáhaldataktinum.Það mætti kannski líka kalla stjórnina Mótlæti eða Mótefni eftir því hvernig hún tekur á málum.

Það er líka áhugavert að lesa hve mikið er núna lagt upp úr að nefna þetta nýja fyrirbæri sem núna gengur undir nafninu svínaflensufaraldur. 

Norskur influensuwikivefur

Blogg um fuglaflensu og svínaflensu


mbl.is Flensan heitir nú 2009 H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

S1V1 verður virk í maí

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er náttúrulega snilldarnafn:-)

Við verðum strax að setja upp viðbúnaðarstigakerfi  til að hafa heimil á  S1V1

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.4.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

S1V1 er snilld! Annars var ég með norrænustjórnina í huga þar sem viðræður hafa m.a. farið fram í norræna húsinu með því markmiði að koma á fót "norrænu velferðarsamfélagi".

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 20:40

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Við bíðum og fylgjumst með S1V1, hún á eftir að stökkbreytast nokkrum sinnum þangað til hún verður virk

En ég sé að núna er BBC komið með frétt um að viðbúnaðarstig hafi hækkað http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/8025931.stm

ergo, twitter fréttir berast hraðar en BBC og Reuters ná að uppfæra sína vefi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.4.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mogginn núna kominn með frétt um viðbúnaðarstig 5, hálfri mínútu á eftir BBC en cirka klukkustund á eftir mér og twitter.  Ætli mbl.is sé með sjálfvirka þýðingu á bbc fréttum frá ensku yfir á íslensku og stebbifr svo með sjálfvirka þýðingu af íslenskunni á mbl.is yfir á akureyrsku

Málið er hins vegar að BBC er of svifaseint í svona fréttum. Líka ríkisfjölmiðill sem má ekki flytja of miklar panikfréttir og verður að mikla hve vel breska ríkisstjórnin er búin undir pláguna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.4.2009 kl. 20:47

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Snilld með stebbafr!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband