22.4.2009 | 16:28
Ástþór og skrímslin- andlitsmyndum af Katrínu veifað en myndbirtingar af Steingrími kærðar
Ég frétti af Ástþór upp í Borgarholtsskóla í dag á fjölmennum framboðsfundi þar sem framboðin sendu öll fulltrúa. Ástþór mun hafa bent á fulltrúana annarra framboða þ.e. Framsóknar, VG, Samfylkingar, Sjálfstæðismanna og Borgarahreyfingar og kallað þau skrímsli.
Þetta er virkilega leim hjá Ástþóri, hann Einar Skúlason sem mætti fyrir hönd okkar Framsóknarmanna er ekki skrímsli. Ekki heldur Dagur Eggertsson sem mætti fyrir Samfylkinguna. Þaðan af síður er hún Álfheiður Ingadóttir neitt skrímsli en Álfheiður mun reyndar á þessum sama fundi hafa dregið upp úr pússi sínu risastóra andlitsmynd af Katrínu Jakobsdóttur og sýnt salnum, sennilega til að sýna fram á og sanna að Vinstri Grænir væru ekki skrímsli. Það segir nú sína sögu að Steingrími foringja þeirra VG-inga er lítt hampað og Álfheiður mætti ekkert með mynd af honum enda er reynt að fela Steingrím sem mest og gengur það svo langt að Vinstri grænir hafa kært myndbirtingar af Steingrími.
En Steingrímur er ekkert skrímsli heldur þó hann og Össur og Helgi Hjörvar og allur karlpeningur íslenskra stjórnmála sé nú falin eins og óhreinu börnin hennar Evu í kosningabarátt 2009 sem virðist ganga út á að tempra testósteronmagnið í karlkyns stjórnmálamönnum.
En ekki átti ég von á að VG sem stjórnmálaafl myndi festast í svona útlitsdýrkun og núna reyna að ná til kjósenda með kosningabæklingum sem líta út eins og snyrtivöruauglýsingar og senda svo fulltrúa á framboðsfundi sem sýna risaandlitmyndir af Katrínu Jakobsdóttur.
Ég spái í hvaða áttir svona stjórnmálabarátta fer, vonandi verður Katrín ekki dómsmálaráðherra, þá verður ekki þverfótað fyrir pappírslöggum með andliti hennar á, sérstaklega verða netlöggur þá áberandi.
En þó ég skemmti mér konunglega yfir skrímslaorðræðu Ástþórs og útlitsblæti Vinstri Grænna þá fylgir öllu gamni alvara. Ég hef hitt menn sem segjast hafa verið í launavinnu hjá Ástþór við að safna undirskriftum til stuðnings framboði hans og ég hef heyrt að hann hafi verið með ungmenni í vinnu sem véluðu fólk til að skrifa undir plögg sem sumir sem skrifuðu undir töldu eitthvað allt annað.
Núna kemur í ljós að meira segja frambjóðendur Ástþórs voru blekktir, þeir kannast ekkert við að vera í framboði. Hvar er þessi eftirlitsnefnd með kosningunum frá ÖSE? Er ekki hreinn skrípaleikur að svona framboð skuli vera talið gilt? Af hverju eigum við að leyfa fólki sem kann enga mannasiði og virðir engar leikreglur að taka þátt? Eða er Ísland svo mikið bananalýðveldi að það skiptir engu til eða frá um einn apaköttinn í viðbót.
Kannast ekki við framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Athugasemdir
ÆÆi veistu.. ég er eginlega farin að fíla ÁSTÞÓR..... Innst inni er ég farin að óska mér að hann komist inn á þing... SO WHAT.. þó hann sé dálítið berorðaður... Steingrímur J Kallaði nú Davíð Gungu og druslu og hækkaði Steingrímur í Áliti.
Mér finnst íhaldsemi að vera ekki opið fyrir óvenjulegum hugmyndum og af þeim á Ástþór nóg af og smá munnhugg á milli vina er bara hressandi.
Brynjar Jóhannsson, 22.4.2009 kl. 18:00
Eitt sem mér dettur einnig í hug frá þessum samræðum Salvör og er ég ekkert að beina þessu persónulega gegn þér. Getur verið að ástæða þess að komið sé svona fyrir okkur íslendingum að við séum alveg skelfilega íhaldssöm í raun og veru ? Við erum með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um politíkusa og þeir sem skera sig úr eru upphrópaðir..
Eins og ég segi... mér finnst það bara KÚL að hann kallaði andstæðinga sína skrímsli... Mér finnst t.d sjálfstæðismenn hálggerð skrímsli hvort eð er og í raun er að hann að segja ekki ósvipað og Borgarahreifingin með berarari orðum ... um Fjórflokkana.
Brynjar Jóhannsson, 22.4.2009 kl. 18:05
Kjósiði bara Lýðræðishreyfinguna þá kemur í ljós hvort frambjóðendurnir séu í framboði.
Jónas Jónasson, 22.4.2009 kl. 19:12
Var á fundi með ÖSE í dag og þeir voru greinilega hissa á því hvernig RÚV er misnotað að fjórflokknum og gamlar skoðanakannanir gerðar fyrir tilvist nýrra framboða séu notaðar sem vopn af RÚV gegn nýjum framboðum.
Svo eftir að búið er að upplýsa að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki endurgreiða múturnar fyrir kosningar kemur allt í einu frétt á Visir.is um þetta, því hringdi konan ekki fyrr og lét okkur vita að hún væri hætt við stuðning????
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2009 kl. 21:38
Þessi Lýðræðishreyfing Ástþórs er flokkur lýðskrumara. Nú virðist á ný sem framboðið sé ólöglegt og því er mikilvægt að nefndir endurskoði hvort Lýðræðishreyfingunni sé leyfilegt að bjóða fram.
Hilmar Gunnlaugsson, 22.4.2009 kl. 23:39
Sé til lýðskrumari Hilmar þá fellur þú afar vel í þann flokk, og fullyrðingar þínar annars vegar um rasima og hins vegar um lýðskrum, dæma sig sjálfar.
Viðkomandi aðili sem sakar annan um óheilindi að ósekju mun fyrr eða síðar þurfa að standa skil gerða sinna, sama hvað og hver á í hlut.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2009 kl. 02:38
Þorvaldur Valur: Hvernig nær maður sambandi við þessa eftirlitsnefnd frá ÖSE? Mér finnst að við verðum að koma ábendingum til þessarar nefndar t.d. um að fólki hefur verið sagt upp störfum vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum. Vigdísi Hauksdóttur var sagt upp störfum hjá ASÍ sem er eitt stærsta stéttarfélag landsins. Eða er þessi eftirlitsnefnd bara að skoða framkvæmd kosninganna þ.a. að ekki séu falsaðir kjörseðlar?
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.4.2009 kl. 11:42
Ég er enginn lýðskrumari Guðrún.
Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.