14.4.2009 | 16:36
Fjórir borgarstjórar og okkar fólk í Reykjavík Norđur
Viđ kvíđum engu Framsóknarmenn ţó ţessi skođanakönnun sé okkur ekki hliđholl. Viđ skulum muna ađ í síđustu borgarstjórnarkosningum ţá var fulltrúi Framsóknarflokksins ekki inni í skođanakönnunum nema allra síđustu daganna en mál hafa skipast svo í Reykjavíkurborg ađ á ţessu kjörtímabili ţá var ţađ Framsóknarflokkurinn sem réđi ţví ţegar 100 daga meirihlutinn undir forustu Dags Eggertssonar var myndađur - og ţađ var líka Framsóknarflokkurinn sem réđi ţví ađ núverandi meirihluti undir forustu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var myndađur. Ţađ var Framsóknarflokkurinn sem steypti af stóli fyrsta borgarstjóra ţessa kjörtímabils Vilhjálmi og ţađ var Framsóknarflokkurinn sem steypti af stóli borgarstjóranum Ólafi F. Magnússyni. Ţađ verđur ađ segja hreinskilnislega ađ bćđi Vilhjálmur og Ólafur F. voru á síđustu dögum síns valdatíma algjörlega vanhćfir og rúnir trausti og nutu ekki einu sinni stuđnings sinna eigin samherja.
Ólafur F. Magnússon var líka í lykilađstöđu á ţessu kjörtímabili en hann spilađi afar illa úr sínum kortum, svo illa ađ ţađ var pínlegt fyrir alla borgarbúa ađ horfa upp á ástandiđ í borginni og mun valdatíma hans ekki verđa minnst sem neins framfaraskeiđs. Ólafur tók nú myndarlega á graffitimálum svo ţví sem er vel gert sé nú líka til haga haldiđ. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar tekist ađ tryggja friđ og festu í Reykjavík, hluti sem svo sannarlega var ekki mikiđ af ţegar REI máliđ var í algleymingi. Bćđi 100 daga meirihlutinn og svo núverandi meirihluti í Reykjavík einkennast af góđum vinnubrögđum og trausti og ná ađ virkja ţá góđu krafta sem eru í borgarfulltrúum og sýna borgarbúum ađ ţađ vinna núna allir saman af hugsjón og heiđarleik ađ velferđ borgarbúa.
Sú ríkisstjórn sem núna situr fram ađ kosningum gerir ţađ vegna ţess ađ Framsóknarflokkurinn ver hana trausti. Annars vćri sennilega upplausnarástand hérna og götubardagar. Ţannig tryggir Framsóknarflokkurinn núna friđ bćđi í borgarstjórn og ríkisstjórn. Ţađ er svo aukabónus ađ fyrir tilstuđlan Framsóknarflokksins ţá komst til valda kona sem forsćtisráđherra og kona sem borgarstjóri.
En best ađ kynna til leiks okkar fólk í Reykjavík Norđur.
Hér er myndasafn af öllum frambjóđendum okkar í Reykjavík Norđur
Frambođslisti í Reykjavík norđur
1. sćti Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, 34 ára, skipulagshagfrćđingur
2. sćti Ásta Rut Jónasdóttir, 35 ára, stjórnmálafrćđingur
3. sćti Ţórir Ingţórsson, 32 ára, viđskiptafrćđingur
4. sćti Fanný Gunnarsdóttir, 51 ára, kennari og starfandi námsráđgjafi
5. sćti Birna Kristín Svavarsdóttir, 55 ára, hjúkrunarforstjóri
6. sćti Edvard Börkur Edvardsson, 42 ára, framkvćmdastjóri
7. sćti Auđur Ţórhallsdóttir, 50 ára, frćđslustjóri
8. sćti Jónas Tryggvason, 49 ára, framkvćmdastjóri
9. sćti Ella Ţóra Jónsdóttir, 33 ára, deildarstjóri
10. sćti Gestur Guđjónsson, 36 ára, umhverfisverkfrćđingur
11. sćti Inga Guđrún Kristjánsdóttir, 30 ára, uppeldis- og menntunarfrćđingur
12. sćti Guđmundur Halldór Björnsson, 34 ára, markađssérfrćđingur
13. sćti Kristín Helga Magnúsdóttir, 19 ára, framhaldsskólanemi
14. sćti Sóley Ţórmundsdóttir, 50 ára, skrifstofumađur
15. sćti Eiríkur Sigurđsson, 38 ára, ráđgjafi
16. sćti Fanný Guđbjörg Jónsdóttir, 28 ára, stjórnmálafrćđinemi
17. sćti Ásgeir Harđarson, 50 ára, framkvćmdastjóri
18. sćti Magnús Ţór Magnússon, 25 ára, stuđningsfulltrúi
19. sćti Ragnhildur Jónasdóttir, 65 ára, flugfjarskiptamađur
20. sćti Sćmundur Runólfsson, 53 ára, framkvćmdastjóri UMFÍ
21. sćti Sigrún Magnúsdótir, 65 ára, fv. borgarfulltrúi
22. sćti Valdimar Kristján Jónsson, 74 ára, prófessor
Mađur fríkkar verulega viđ ađ fara í frambođ fyrir Framsóknarflokkinn, ţađ sé ég á öllu ţessu fallega fólki sem er í frambođi fyrir okkur. Ég ţekki sjálfa mig nćstum ekki aftur á frambođsmyndinni, hér er ég og dóttir mín, ég er í frambođi í 4. sćti í Reykjavík suđur og hún er í 13. sćti í Reykjavík norđur.
Samfylking stćrst | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Athugasemdir
Gullfallegar mćđgur. Hvor er mamman?
Páll Vilhjálmsson, 14.4.2009 kl. 16:53
Ţađ sem Páll sagđi.
Carlos Ferrer (IP-tala skráđ) 14.4.2009 kl. 18:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.