8.4.2009 | 11:54
"Algjörlega til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn"
"Ég verð að segja það alveg eins og er að mér finnst það til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa þegið 30 milljón króna styrk frá FL Group í árslok 2006. Þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þá að verja sem stýrðu flokknum á þessu tímabili. Þetta vekur margar spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við að mínu mati. Fyrir okkur almenna flokksmenn er þessi styrkveiting með öllu óverjandi og ég vil fá svör frá þeim sem stýrðu flokknum á þessum tíma.
Tvennt vekur þó óneitanlega meiri athygli í mínum augum umfram annað. Í fyrra lagi; þessi styrkveiting kemur skömmu eftir að tilkynnt var að Kjartan Gunnarsson myndi hætta sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og stuttu eftir margumtalað prófkjör í Reykjavík þar sem hart var tekist á og Björn Bjarnason varð undir í harðvítugum leiðtogaslag. Enn ganga kjaftasögur um aðkomu fjársterkra manna að þeim slag.
Í seinna lagi (og það sem er stóra fréttin); þetta er á mörkum þess tíma sem ný lög um opið bókhald og hámarksstyrki tóku gildi. Örfáum dögum áður en nýtt upphaf verður í bókhaldi flokkanna kemur þessi mikla upphæð til Sjálfstæðisflokksins. Þetta er það stórt mál að það verður að tala hreint út um það. Mér sem flokksbundnum sjálfstæðismanni finnst þetta alveg til skammar."
Hmmmm.... er mér ekki eitthvað að förlast á blogginu þegar ég er farin að endurróma konung endurómsins stebbafr.blog.is og er svo innilega sammála honum um að þetta sé algjörlega til skammar. Annars finnst mér stebbifr farinn að vera grunsamlega vel skrifaður, það er margt sem bendir til að róbotinn sem skrifaði það blogg um tíma sé bilaður og það séu ágætir pennar sem skrifa hann núna. Hins vegar virkar róbotinn sem kemur stebbabloggi efst á vinsældalista moggabloggsins ágætlega ennþá. Það er gott til þess að vita að eitthvað virkar ennþá í íslensku samfélagi
30 milljóna styrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig væri að setja hlutina í dálítið samhengi sem við þekkjum bæði?
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.