Áhugavert að fylgjast með Kraganum - Jöfnun atkvæða er réttlætismál

Það er áhugavert að sjá kannanir frá því kjördæmi þar sem hvert atkvæði vigtar minnst á Íslandi. Það er í Suðvesturkjördæmi. Þetta er líka kjördæmi Sjálfstæðisflokksins, þarna raðast formaður og varaformaður flokksins á lista og það er magnað að fólk skuli vera svona ánægt með frammistöðu þeirra að yfir þrjátíu prósent kjósenda í þessu kjördæmi ætli að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Maður spyr sig... fyrir hvað? Fyrir að setja hérna allt á kaldan klaka og skilja okkur eftir í skuldaánauð allslaus og hrakin?

En það er ekki síður áhugavert að fylgjast með að samkvæmt þessari spá er tvísýnt um einn mann til Framsóknarflokksins í Kraganum.  Það er þannig að af fjórflokkunum þá verða engir eins mikið fyrir barðinu á undarlegum og skrýtnum kosningareglum eins og Framsóknarmenn hér á höfuðborgarsvæðinu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og í Kraganum. Í síðustu Alþingiskosningum þá náðum við Framsóknarmenn í Reykjavík hvorki inn manni í Reykjavík suður né Reykjavík norður og alla kosninganóttina var tvísýnt um hvort að Samúel næði inn sem jöfnunarmaður. Hann var úti og inn um gluggann alla nóttina.

Er þetta eðlilegt í lýðræðisþjóðfélagi? 

 


mbl.is VG tvöfaldar fylgið í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm... vissulega er Samúel Örn ekki allra - en er ekki fullfast að orði kveðið að segja að Framsóknarmenn hafi "orðið fyrir barðinu á kosningareglunum" þótt hann hafi næstum verið kominn inn á þing?

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kraginn hefur reyndar séð við þessu og hafið útrás í önnur kjördæmi. Þannig hafa tvö þingmannsefni úr Kraganum sem voru út og inn um gluggann alla síðustu kosninganótt sagt skilið við Kragann og farið í víking í önnur kjördæmi. Guðmundur Steingrímsson fann sinn innri Framsóknarmann sem auðvitað blundar í okkur öllum og hann gróf ennþá dýpra og fann sínar skagfisku rætur oga fór í framboð í Norðvestri og Samúel Örn mundi að hann er ættaður af Suðurlandi og er núna í framboði. Þetta er hefnd Kragans

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.4.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband