Kennitöluflakk í boði bankamálaráðherra,orkuauðlindir í umsjá iðnaðarráðherra

Er eðlilegt að íslenska ríkið velti yfir á okkur fólkið í landinu skuldum sem óreiðumenn söfnuðu í útlöndum, skuldum sem hugsanlega voru beinlínis liður í að kippa fótunum undan Íslandi, eins konar fjármálaárás en hegði sér í gegnum ríkisbanka eins og bavíana- og bananalýðveldi hér innanlands við þá sem eiga hérna kröfur  á þrotabú?  Á sama tíma og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra heldur því fram að Íslendingar verði að greiða skuldir sem við vissum ekki einu sinni að væru til þaðan af síður að almenningur á Íslendi ætti að borga þær þá leyfist  gjaldþrota fyrirtækjum á Íslandi að stunda kennitöluflakk. Er það svona lausnir sem við viljum sjá hjá fyrirtækjum og einstaklingum í greiðsluerfiðleikum? Er það þetta sem kallað er að skoða hvert einstakt fyrirtæki?

Þetta er haft eftir viðskiptaráðherra á ruv.is:

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir ómögulegt fyrir Ísland að neita að greiða skuldir sínar og hætta samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og tveir erlendir hagfræðiprófessorar lögðu til í Silfri Egils í gær.

Hvers vegna telur viðskiptaráðherra svona mikilvægt að Ísland borgi skuldir sínar á sama tíma og hann leyfir mjög  undarlega viðskiptahætti einstakra fyrirtækja þar sem reksturinn er upp á náð og miskunn ríkisbanka kominn, sjá þessa frétt:

"Kaupþing tók rekstur Pennans yfir fyrir þremur vikum síðan, í fyrradag fór bankinn fram á gjaldþrotaskipti. Skiptastjóri var skipaður í gær og seint í gærkvöldi náðust samningar milli hans og bankans um stofnun nýja fyrirtækisins, sem heitir Penninn á Íslandi ehf."

Getur verið að núna rétt fyrir kosningar þá passi Kaupþing sig á því að loka ekki fyrirtæki sem þó virðist engan rekstrargrundvöll hafa vegna sligandi skulda og geri það með aðferðum sem mér vitanlega enginn hefur tengt við heiðarlega og trausta viðskiptahætti. Þvert á móti þá eru það mestu ribbaldar viðskipta sem skipta um kennitölur þegar allt er komið í hönk og opna sama reksturinn undir annarri kennitölu.  Af hverju er ekki hægt að koma hreint til verks og viðurkenna að hvorki einstaklingar né fyrirtæki  geta staðið undir þessu

Finnst viðskiptaráðherra allt í lagi að fyrirtæki sem starfar undir hans ábyrgð þ.e. Kaupþing skuli stofna gervifyrirtæki á nýrri kennitölu?  Áttar viðskiptaráðherra sig ekki á því hvaða ribbaldastjórnsýsla svona vinnubrögð eru á Íslandi og hversu hjákátlegt það er að segja að Ísland verði að borga skuldir sínar en skipa samt fyrirtækjum sem hann stýrir með óbeinum hætti að starfa undir nýrri kennitölu?

Er ekki heiðarlegra og eðlilegra að horfast í augu við vandamálið og sjá að hvorki fyrirtæki, einstaklingar né ríkið á Íslandi geta borgað þær skuldir sem einhverjir segja okkur að við séum allt í einu orðin ábyrg fyrir. Við stofnuðum ekki til þessarra skulda og þetta fé rann ekki til Íslands. Þetta var ein alsherjarhringavitleysa og bólupeningamaskína sem við eigum að neita að taka mark á.

Við eigum ekki að búa til eitthvað kennitöluflakk til að sprauta yfir vandamálið rétt fyrir kosningar. Við eigum að horfast í augu við vandamálið og taka á því og það er bara ein leið fær. Hún er sú að afskrifa hluta af skuldum einstaklinga, afskrifa hluta af skuldum fyrirtækja og afskrifa hluta af skuldum ríkisins. 

Við eigum ekki að skipta um kennitölu á íslenska ríkinu og kalla okkur eignarhaldsfélag Iceland group eða þess háttar. Við eigum að  neita að borga og viðurkenna að hvorki fyrirtæki, einstaklingar né íslenska ríkið ræður við að borga.

 

hér eru greinar um kennitöluflakkið:

DV.is - Frétt - Kennitöluflakk í boði Kaupþings

RÚV - Tryggja á óbreyttan rekstur Pennans

Vísir - Nýi Kaupþingsbankinn sakaður um sóðaleg vinnubrögð

 

Össur og auðlindirnar

Samfylkingin taldi  sóknarfæri að selja virkjanir hefur það eitthvað breyst? Ungstirnum Sjálfstæðisflokksins fannst það virðingarverð hugmynd

Össur olíufursti segir okkur að það sé misskilningur að orkuauðlindir verði teknar af okkur upp í skuld. Össur sem er óþreytandi að segja okkur hvað við verðum rík af olíunni ófundnu. En  er ekki hægt að taka meira mark á orðum Össurar en því sem stendur í lögum um fiskveiðar um að fiskveiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar. Hvernig stendur þá á því að það er búið að selja þessa auðlind í burtu frá okkur og enginn veit hver á kvótann núna ?

Helgi Hjörvar vonarstjarna Samfylkingarinnar er eins og Illugi Gunnarsson í dulargervi félagshyggju. Helgi skrifaði rétt fyrir hrunið nokkrar blaðagreinar þar sem hann vafði inn í fjálgleg orð einhvers konar aðgerðir um að steypa öllum orkuveitum í ríkiseigu í sérstakan sjóð, Helgi Hjörvar kallaði þetta "sjóð handa komandi kynslóðum" en allir sem einhverja innsýn hafa í fjármál og hagfræði sáu í gegnum þetta hjá Helga, sáu að hann var í besta falli einfalt ginningarfífl sem var látinn tala fyrir aðferðum sem klipptu í sundur sambandið á milli efnislegra eigna og efnislegra hluta og þeirra auðlinda og mannvirkja til að nýta þær. Helgi Hjörvar var einhvers konar Sjóðs9-Illugi í samfylkingaslikju. Fólk ætti að lesa núna aftur greinar Helga Hjörvars og spá í hvað Samfylkingin vildi gera og hvort þeim stjórnmálaflokki er treystandi fyrir auðlindum Íslands?

Ég hvet alla til að lesa greinarnar sem ég skrifaði um blekkingargang Helga Hjörvars Samfylkingamanns:

Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar - salvor ...

 Rétt fyrir Hrunið skrifaði ég þennan pistil um Össur Viðskiptasnilld Össurar

 

Best að enda með skemmtilegri skrípó um hvernig þetta verður allt þegar Ólína verður orðin félagsmálaráðherra:

18b9ac60cd60f512


mbl.is Orkulindir ekki teknar upp í skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legg til að kosin verði þjóðstjórn og 4flokkarnir hafi réttastöðu grunaða þangað til kominn er botn í bankahrunið

bpm (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þjóðstjórn er reyndar það flottasta.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.4.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband