Þeir sem detta niður gegnum öryggisnet velferðarkerfisins

Það er mikið blekking að við lifum í velferðarsamfélagi þar sem séð er fyrir þörfum allra til læknisþjónustu og aðhlynningar og lífsviðurværis. Það er vissulega til öryggisnet trygginga- og bótakerfis en möskvarnir í því neti eru miklu gisnari og hleypa miklu meiru í gegn heldur en möskvarnir í þeim netum sem kvótaeigendur leggja við Íslandsstrendur.  Fólk sem flytur á milli landa er réttlaust um nokkra hríð og það þó það sé borið og barnfætt á Íslandi en hafi flutt út einhvern tíma til að freista gæfunnar.

Nú er tími heimskreppu og uppflosnunar í öllum löndum, héðan flýr fólk og leitar til Norðurlandanna og Kanada í von um betri framtíð og atvinnu og hingað kemur fátækt fólk sem flýr ennþá ömurlegri kjör í sínum heimahéruðum heldur en þeim bjóðast í kreppu og réttleysi útlendinga á Íslandi. 

Það geturverið að hingað komi eða hingað sé þegar kominn eða muni koma  margt fólk sem engin ummerki skilur eftir sig í opinberum gögnum, fólk sem vill ekki finnast en lifir huldu höfði við mjög kröpp kjör. Það getur verið að þannig lifi fjölskyldur með börn.

Það er líka þannig að atvinnuleysisbótakerfi okkar og reyndar margs konar ívilnanir samfélagsins eru bundnar þannig að engir hafa rétt nema þeir sem hafa verið í vinnu en missa hana. Þannig hafa skólanemar sem engan rétt hafa til atvinnuleysisbóta ekki neina ástæðu til að skrá sig á atvinnuleysisskrá, það er enga vinnu að fá, það er engar bætur að fá. Þannig er háttað með þá sem núna hrökklast út úr framhaldsskólum, ef til vill vegna námsörðugleika eða námsleiða. Í fyrra hefðu þeir valið úr vinnum. Nú er þessi hópur týndur og þessi ungmenni drepa tímann og mæna göturnar, þessi hópur er eins ósýnilegur og hinir réttlausu og óskráðu útlendingar sem hér unnu verk sem Íslendingar voru of góðir til að vinna í gróðærinu.

 

 


mbl.is Aðgerðaáætlun um velferð kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband