Sjálfstćđisflokkur situr hjá í nćstu umferđ

 

Hér fyrir ofan er einnar mínútu svipmynd  sem ég tók í dag í kosningarskrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík.  Ţar eru nú margir fundir á dag, ţessi svipmynd er af  fundum kvennahóps og frambjóđenda og kosningastjórnar. Kosningabaráttan er komin í fullan gang og opnunarhátíđ kosningamiđstöđvar verđur á laugardaginn kl. 14. 

Ţađ virđist ljóst af ţví hvernig allir stjórnmálaleiđtogar tala núna ađ Sjálfstćđisflokkurinn verđur ekki međ í nćstu ríkisstjórn. Ţetta ćttu ţeir sem kusu Sjálfstćđisflokkinn í síđustu kosningum ađ hafa í huga og hugleiđa hvort ţađ sé mjög skynsamlegt ađ kjósa ţann flokk aftur. Ţađ er nú reyndar frekar gott fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ vera utan stjórnar, ţar er erfitt fyrir Sjáfstćđismenn núna ađ standa andspćnis íslenskri ţjóđ núna og verja stefnu og útfćrslu sem steypt hefur okkur í glötun. Sjálfstćđisflokkurinn hefur gott af ţví ađ skođa sín mál og taka sig á.

Ţađ virđist útilokađ ađ mynda ríkisstjórn á Íslandi ađ loknum kosningum án ţátttöku Vinstri grćnna og Samfylkingar. Steingrímur er enda kokhraustur og drambsamur og finnst ríkisstjórnin vera undin saman úr stálţráđum, sams konar ţráđum og halda mannvirkjum.  En ţannig er ţađ nú bara ekki ţessi ríkisstjórn sem núna er lafir gerir ţađ eingöngu fyrir tilstuđlan Framsóknarflokksins og hún er undin saman úr tveimur illa spunnum ullarţráđum og er  eingöngu mynduđ til ađ hér sé ekki algjör glundrođi fram ađ kosningum.

Í Framsóknarflokknum búa menn sig núna undir kosningabaráttu sem háđ er heiđarlega og af alvöru og festu stjórnmálaafls sem vill ekki taka ţátt í ađ blekkja almenning, ekki taka ţátt í ađ leyna ţví hve alvarlegt ástandiđ er. Framsóknarflokkurinn bendir á leiđir til ađ vinna sig út úr ţessum ađstćđum öfugt viđ stjórnarflokkana sem ţví miđur eru uppteknir af leiđum sem líklegar eru til ađ magna upp kreppuna og velta vandanum á undan sér.


mbl.is Framsókn vill í vinstrisćng
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ákvarđanataka um myndun stjórnar fyrir kosningar er einstaklega ólýđrćđisleg og ćttu kjósendur Sjálfstćđisflokksins ekki ađ hćtta viđ ađ kjósa flokkinn vegna slíks brasks. Hvort flokkurinn fer í stjórn eđa ekki verđur spennandi ađ fylgjast međ en fari svo ađ Samfylkingin og VG myndi stjórn ţá verđa Sjálfstćđismenn mjög sterkir í stjórnarandstöđu.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 00:35

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ţađ er ekkert ólýđrćđislegt viđ ađ stjórnmálaflokkar gefi upp hvađ ţeir ćtla ađ gera eftir kosningar. ţađ er ţvert á móti ákveđin virđing viđ kjósendur. Framsóknarflokkurinn er reyndar eini flokkurinn sem alltaf hefur getađ starfađ međ öllum öđrum. Ţađ er ađalsmerki ţess flokks. Ţađ kjósa hins vegar ekki allir ađ starfa međ Framsókn, einu sinni var flokkur sem auglýsti hróđugur slagorđiđ "Gefum Framsókn frí". Viđ fengum á ţessu kjörtímabili smjörţefinn af ţví hvernig málin ganga fyrir sig ţegar Framsókn er ekki í stjórn. Ţađ fór allt í upplausn í Reykjavíkurborg og ţađ fór allt í upplausn og nánast byltingarástand í ríkisstjórn. Ţađ er ekki viturlegt ađ gefa Framsókn frí, ţađ hefur reynslan sýnt. Hins vegar ćtti Sjálfstćđisflokkurinn ađ hvíla sig og sleikja sárin um stund.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.3.2009 kl. 01:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband