Átthagakvöld hjá Framsóknarflokknum

Á meðan þingmennirnir funduðu um gjaldeyrishöft og gengishrun þá héldum við Framsóknarmenn í Reykjavík átthagakvöld. Það var kvöld þar sem Framsóknarfólk sem flust hefur til Reykjavíkur kemur saman. Þetta átthagakvöld var helgað fólki sem á ættir sínar að rekja til Norðvesturkjördæmis en til stendur að hafa tvö önnur átthagakvöld. Það voru  um 80 til 90 manns sem mættu á þetta fyrsta átthagakvöld og það var greinilegt að margir eldri aðfluttir Framsóknarmenn sem komu á átthagakvöldið eru ánægðir með í hvaða átt flokkurinn stefnir núna og hvernig vinnubrögð og áherslur hafa breyst.Það er margt fullorðið fólk sem er hætt búskap eða annarri vinnu sem hefur flust til Reykjavíkur og Framsóknarflokkurinn á sterkan bakhjarl í því fólki. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur heldur ekki gleymt uppruna sínum, þetta er flokkur sem sækir styrk sinn í sveitirnar og landsbyggðina, þaðan koma rætur Framsóknarflokksins eins og raunar rætur okkar flestra sem búum á mölinni.

Hérna eru myndir frá átthagakvöldinu.

Hér er sjálfkeyrandi  myndasýning frá átthagakvöldinu.

IMG_4212

Það mættu Framsóknarmenn frá ýmsum stöðum á Norðvesturlandi.

IMG_4171

Frambjóðendur kynntu sig og Sigmundur Davíð formaður flokksins flutti stutt ávarp og fyrrum þingmenn sögðu gamansögur úr kosningabaráttunni og brýndu menn til dáða.

IMG_4192

 Nú er safnað meðmælendum fyrir framboðslista og um að gera að nota átthagakvöldin til þess.

IMG_4206

Átthagakvöldin eru mannfagnaður og á léttum nótum þó að farið sé yfir hið erfiða efnahagsástand og útskýrt hvers vegna best er fyrir þjóðina að Framsókn komi að stjórn landsins. Eitt af skemmtiatriðum kvöldsins var þegar þingmannsefni af norðvesturlandi þandi nikkuna og spilaði "kátir voru karlar".

IMG_4199

Fleiri myndir frá átthagakvöldinu

 Hér er sjálfkeyrandi  myndasýning frá átthagakvöldinu.


mbl.is Sér ekki á svörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Var ekki spurningakeppni þarna þar sem allir áttu að svara hvort þeir hefðu kosið framsókn síðustu 12 ár ef þeir vissu þá það sem þeir vissu núna? Og svo hversvegna þeir gerðu það þrátt fyrir viðvörunarorð og augljósa spillingu?

Það hefði verið alveg stórgaman að vera þarna og tékka á púlsinum með það.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.4.2009 kl. 02:56

2 identicon

Framsóknarflokkurinn er tímaskekkja og ekkert annað.

Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 05:22

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Rúnar Þór, það er ekkert launungarmál að stærstur hluti Framsóknarmanna hefur verið mjög ósáttur við þá braut sem flokkurinn var á í einkavæðingaræðinu. Það samræmdist alls ekki samvinnuflokki þar sem manngildi er tekið ofan auðgildi. Þess vegna hugsa ég að margir sem voru þarna á átthagakvöldinu hafi alls ekki kosið Framsókn alltaf og það er einmitt til þessa fólks sem við komum núna og reynum að fá aftur inn í flokkstarfið. Það er hins vegar svo sannarlega ekki búið að breyta Framsóknarflokknum, það tekur langan tíma að breyta jafnrótgrónum stofnunum og stjórnmálaflokkum.  Framsóknarflokkurinn er yfir 90 ára gamall og elstur íslenskra stjórnmálaflokka. Það er hins vegar mikið að vinna að tengja saman gamlan og nýjan tíma.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.4.2009 kl. 08:51

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Valsól: Talandi um tímaskekkjur þá er núverandi forsætisráðherra afar þekkt fyrir að hafa fyrir áratugum síðan steytt hnefa í loftið og sagt "Minn tími mun koma". Núna er hennar tími vissulega kominn en ekki sá milksjeik sem hún og Össur bjóða okkur upp á núna kominn langt fram yfir seinasta söludag?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.4.2009 kl. 08:57

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Átthagakvöld eða ættingjavöld, þar er efinn! "Pabbi biður að heilsa" sagði frambjóðandi flokksins fyrir vestan og töfraði með því gamlar konur upp úr skónum, er kosið höfðu glímukappann og skotveiðimanninn föður hans á árum áður!

Þess utan er gott að sjá að Höllustaðabóndinn er nokkuð hress ennþá.

Flosi Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 10:55

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Flosi:Ég held að átthagakvöld geti nú alveg verið líka ættingjakvöld. Það er nú einu sinni þannig að maður er sennilega skyldari þeim sem eru ættaðir frá sama stað og maður sjálfur. En það er mikið ættar- og feðgaveldi í Framsóknarflokknum sem og öðrum flokkum á Íslanid og það spillir ekki fyrir fólki ef feður og aðrir ættingjar hafa verið vel kynntir í stjórnmálum.

Það er hins vegar mikilvægt að sporna við því að innra starf í stjórnmálaflokkum verði einhver erfðagóss og eignir ættbálka. Það gerist best með því að almenningur taki þátt í starfi stjórnmálaflokka og reyni að hafa þar áhrif. Það þýðir ekki að sitja auðum höndum og bíða eftir að aðrir breyti landslagi stjórnmála á Íslandi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.4.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband