Niðurlæging Íslands er algjör

Það er hollt og herðandi fyrir íslensku þjóðarsálina að kynnast hvernig augu heimsins horfa á þá þjóð sem fyrst brotlenti  í  þeirri kreppu sem nú gengur yfir heiminn, það er hollt að kynnast hvernig er að vera  fátækur og smáður því það er hlutskipti sem margar þjóðir hafa verið í á undan okkur og það er herðandi að vita að það erum við  fólkið í landinu sem þurfum að finna ráð til að vinna úr þessari stöðu, við vitum að við erum ekki ríkasta þjóð í heimi, við erum ekki stássbrúður sem geta setið með hendur í skauti á meðan fé safnast að okkur. En það er afar þungbært að vera í þessum sporum og þar er sárt að sitja undir því að skopast sé að hörmungum Íslands. Það er sárt að heyra sífellt einhverjar klisjur um hvernig Íslendingar hafi hamast og hamast við að eyða og spenna og hér lifað í vellystingum fyrir fé sem við áttum ekki. En kannski höfum við verið í þessum sporum..Þegar bankakerfið hrundi í Færeyjum fyrir mörgum árum þá var iðulega sagður brandari um að eyjarnar í Færeyjum væru eins og gatasigti eða einhvers konar panflautur því þær væru svo sundurgrafnar af göngum sem fjárfestingaæðir Færeyingar hefðu grafið milli eyjanna og það voru sagðar sögur af jarðgöngum sem voru grafin fyrir bændur svo þeir gætu fært fé sitt milli eyja.

Það er nú samt leiðinlegt að lesa greinar sem eru með eins mikið af uppspuna og greinin Wall Street on the Tundra.  

Þessi grein er eins ábyggileg lýsing á aðstæðum á Íslandi og furðusagnir og skröksögur landkönnuða sem hingað komu til að sjá Heklu og inngang helvítis. Í augum heimsins þá er Ísland núna í öskustónni. Þannig verður það þangað til aftur fer að gjósa hérna.

Það er hins vegar víðar en á Íslandi sem ástandið er slæmt, sums staðar er það verulega slæmt. Hér er afar vel gerð myndasyrpa með svipmyndum úr kreppunni víða um lönd.

 


mbl.is Obama: Ekki sömu leið og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Niðurlæging  .... sumir virðast þó ekki hafa fengið nóg af henni, alla vega þeir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn yfir okkur aftur.

Sigurveig Eysteins, 20.3.2009 kl. 04:15

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæl Salvör,

Var búin að skrifa þér langa færslu um það sem þú segir hér að ofan.  Hún hvarf í kerfið og varla margt við því að gera.   Kjarninn er þó sá að mér líst heldur ekki á þessa grein í V.F.   Þó að ég sé reyndar komin með blaðið í hendur -Apríl, 2009- nenni ég varla að lesa hana, þar sem að ekki þarf annað en að "skanna" t.þ.a. sjá að hún er full af rangfærslum og fordómum í okkar garð.

Það er svo önnur spurning hver sé "okkar garður" þessa dagana...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 04:19

3 Smámynd: SM

já þetta er ekkert grín.

Einsog þú segir Sigurveit þá sýnist manni stefna í sama stjórnarpakk og fyrir...

SM, 20.3.2009 kl. 06:58

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Örlítil Blefken andúð er að gera vart við sig hjá mér en bara örlítil

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 11:09

5 identicon

Skoðaði þessar myndir þarna sem þú vísar til.  Skv. þeim virðist bara vera kreppa í Bandaríkjunum, auk smávægilegra vandræða annars staðar.  Engar myndir eru frá Evrópu.  Ergó, engin kreppa þar!  Á maður að trúa þessu ???

Leifur Þ. Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Páll Jónsson

Niðurlæging Íslands er ímyndun, eins og öll önnur niðurlæging. Hver er tilgangur þess að væla, gráta og skammast sín? Miklu nær að reyna að læra af reynslunni og fokka hlutunum þá vonandi minna upp næst, eða a.m.k. á annan hátt...

Páll Jónsson, 20.3.2009 kl. 12:20

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...eins og t.d  kjósa ekki yfir sig sömu fábjána aftur og gerðu svakalegasta og dýrkeyptasta klúður íslandssögunnar mögulegt.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.3.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband