Þögn fólksins


Það er frekar dapurt að hlusta á fréttir og fjölmiðla núna. Í Kastljósinu var í kvöld söfnun fyrir gott málefni en nú er ekki verið að safna til að kaupa rándýr tæki á spítala eða senda veikt fólk í dýrar aðgerðir erlendis eða hjálpa bágstöddum einhvers staðar í útlöndum. Nú er verið að safna fyrir matargjöfum handa fólki á Íslandi og í þættinum voru viðtöl við marga sem núna eru án vinnu.

Annars er ekkert nema vondar fréttir. Núna eru fyrirtækin að gera upp ár hrunsins og það  er alls staðar tap og núna mörg  fyrirtækin sem reyndar voru löngu komin í þrot að stöðvast.  Kauphallarvísitölur heimsins halda áfram að lækka og bandaríkjaforseti sver af sér að USA muni lenda í stöðu Íslands. Ekkert er vera í heiminum en að vera í stöðu Íslands.  En það eru brotalamir í bæði USA og Kína og Bretlandi, það er óþarfi að hafa ofurtrú á hagkerfi þó þau séu stór. Þegar verður svo ofboðsleg flóðbylgja gegnum kerfið ef traust fólksins fer og það getur haft hræðilegar afleiðingar ef þolinmæði fólks og vantraust á stjórnvöldum verður svo mikið að fólkið fer í stríð við sín eigin stjórnvöld.

Hér á Íslandi hafa raddir fólksins þagnað og það bendir allt til þess að það verði ekki miklar breytingar, það verða sömu flokkar eftir kosningar og fylgi stóru flokkanna, flokkanna sem voru við stjórnvölinn verður ef til vill svipað og það var fyrir kosningar. Það mun væntanlega koma önnur ríkisstjórn og eina sem er spennandi við það er hvort að Framsóknarflokkurinn verði með eða verði ekki með í þeirri ríkisstjórn. Það eru nánast engir möguleikar á öðrum stjórnum en SF, VG og B eða SF og VG. Það er harla ólíklegt að VG myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum og vegna þingstyrks er sennilega ekki fleiri möguleikar.

Bjartmar Guðmundsson söng fallegt kreppulag í Kastljósi í kvöld. Ég tók um 50 sek. af því lagi og setti við nokkrar myndir sem tengjast kreppunni og fjöllum og fjöru sem Bjartmar söng um og setti í þetta vídeó. Ég var að prófa  MovieMaker 6.0 og að nota ljósmyndir til að segja sögu.

 


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband