Mormors kolonihavehus

Ég hef alltaf verið svo hrifin af garðhúsamenningunni og smágörðunum sem eru víða í borgum á Norðurlöndum, stundum núna eins og grænar vinjar stórborgin hefur vaxið utan um. 

Þessi garðhúsamenning byrjaði á krepputímum þar sem garðlönd voru leigð út til að fólk ræktaði sitt eigið grænmeti. Í kreppunni sem varð í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna þá hjálpaði það mörgum að rækta sínar eigin matjurtir, sumir lifðu þá á kartöflum og lauk.  Núna prýða þessir smágarðar stórborgirnar og fólkið flytur í smáhýsi í görðunum á sumrin og býr þar yfir sumartímann.

Hér er síða um kolonihaveners historie í Danmörku en þar stendur:

Kolonihaven var et fristed for arbejderfamilierne fra de tætte indre bykvarterer, men haverne opfyldte også nogle økonomiske formål. De var nyttehaver, hvor der især i arbejdsløsheds- og krisetider dyrkedes vigtige tilskud til lønnen og kosten.

  Den egentlige kolonihavebevægelse i Danmark blev startet, da vognmand og entreprenør, senere landstingsmand Jørgen Berthelsen i 1884 oprettede Arbejderhaverne i Aalborg.

Það væri flott af kreppan leiddi af sér slíka garðmenningu í Reykjavík, það er gott að í boði verði garðlönd en ég held að til að garðmenning spretti upp þá þurfi að gefa fólk kost á að hafa eigin reiti til langs tíma, reiti þar sem það hefur leyfi til að reisa sér kofa.

Núna þegar hillir undir að ekki verði byggt í bráð og lengd á Stór-Reykjavíkursvæðinu, væri þá ekki upplagt að gefa almenningi kost á að leigja lönd til ræktunar  og byggja sér kofa og reyna að koma upp einhvers konar garðlandanýlendum, skógi vöxnum svæðum þar sem gaman er að ganga um?

Ég held að í kreppunni þá geti það verið skemmtilegt tómstundagaman að rækta upp Ísland og líka að sjá hvað landið okkar getur gefið af sér ef ræktun er sinnt. Í minni fjölskyldu erum við búin að fá úthlutað landgræðslulóð við Langöldu nálægt Gunnarsholti, það er um 80 mín akstur frá Reykjavík. Það væri náttúrulega ennþá betra fyrir Reykvíkinga að hafa reiti nær borginni. 

En með von um að hér nálægt höfuðborgarsvæðinu rísi um garðhúsamenning þá kemur hérna lag og texti fyrir skemmtilegasta lag frænda okkar Dana, þetta syngja þeir í tíma og ótíma og minnast samverustunda fjölskyldunnar í garðhúsi ömmu sinnar:

Mormors kolonihavehus 

Bag på cyklen, hjulet snurrer
far han griner og mor hun kurrer
det er fridag og vi er sammen
solen skinner over Sortedammen.
Det var et liv i sus og dus
i mormors kolonihavehus


Huset er grønt det hedder Bella-Vista
vandet koger og primussen gnistrer
haven og tapetet blomstrer rødt og grønt
himlen er blå og livet er skønt.
Det var et liv i sus og dus
i mormors kolonihavehus


Fætter Frede viser Frida, han ka' stå på hænder
Valde vil osse, men han taber sine tænder
Mormor si'r: "Musik skal vi ha'"
og hun henter sin harmonika.
Det var et liv i sus og dus
i mormors kolonihavehus


Solen går ned og vi kører hjem
bag byens silhouet titter stjernerne frem
rådhusurets klokker slår til tiden
og det har de gjort mange gange siden.
Det var et liv i sus og dus
i mormors kolonihavehus
 

 


mbl.is Matjurtagörðum fjölgað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæl Salvör, systur minni er umhugað um þetta efni, sjá: nytjagardar.blog.is

Sigurður Ingi Jónsson, 19.3.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir ábendinguna, þetta er skemmtilegt blogg um nytjagarða.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.3.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæl, ekki beinlínis samkvæmt efninu að ofan, en ég ætla samt að setja þetta hér inn, til kynningar á þessari nýjustu hugmynd minni:

Um gjaldþot einstaklinga:

Hvernig leysum við vanda þeirra einstaklinga, sem standa frammi fyrir gjaldþroti, þrátt fyrir 20% niðurfellingu skulda, skv. tillögum Framsóknarflokksins?

PLAN B: Hvað ef, þeim er einfaldlega leyft að verða gjaldþrota?

Til, að gera það að manneskjulegri leið, legg ég til að ákvæðum laga um gjaldrot einstaklinga verði breytt. Lög um gjaldþrot einstaklinga verði færð upp að, lögum um gjaldþrot fyrirtækja og hlutafélaga. Hugmyndin, er sú, að skuldir núllist út, við gjaldþrot, með einhverjum undantekningum, svo sem meðlagsskuldir.

Hugsa má sér, að fólki verði leyft að halda áfram að búa í sínum húsum. Það megi ekki reka það út, þó að banki eða önnur einka- eða opinber stofnun hafi leyst eign þeirra til sín. Það fái ákveðinn forgangsrétt til að festa kaup á sínu húsnæði á nýjan leik. Ef áhugasamur kaupandi kemur fram, þá hafi það rétt til að hækka sig á móti.

Augljóslega, verður sú tillaga, að núlla út skuldir við gjaldþrot, fordæmd af ímsum. En, þetta er það sem fyrirtæki, hafa lengi komist upp með, og þykir allt í lagi á þeim vettvangi. Bankar, og aðrir lánaveitendur, verða einfaldlega, að reikna með þessu, eins og þegar fyrirtæki eiga í hlut.

Lánaveitendur, verða þá líklega liðlegri en áður, til að fella skuldir niður að hluta, enda er gjaldþrot þá ekki lengur eins hagstæð leið fyrir þá og reyndin er í dag. Vopnin hafa snúist við, því þarna er gjaldþrot orðið vopn fyrir lánatakendur.

Með þessu, verður það mjög mikilvægt fyrir lánaveitendur, að veita einungis lán, eftir vandlega greiningu á greiðslugetu. Með þessu er nefnilega hvötunum snúið við, frá því sem nú er. Því, í þessu kerfi, er mun áhættusamara fyrir þá en áður, að vera mjög ógrandvarir gagnvart því hverjum er lánað og hve mikið.

Þetta ætti því, að gera það mun ólíklegra en í núverandi kerfi, að lánaveitendur, láni langt út fyrir greiðslugetu. Að þeir falbjóði lán, á kjörum sem virðast lág, en sem eru eitruð, sbr. lán með endurskoðunarákvæðum. Málið, að þetta er einmitt mjög þörf breyting, að framkalla kerfislægan hvata, sem hamlar óábyrgum lánaveitingum.

Svo, að ég tel mig hafa næg svör gagnvart gagnrýni.

Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason

Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband