Fasteignaverð, framsýni og Framsóknarhagfræði

037-computer-crashHagkerfi heimsins er eins og tölva sem hefur  krassað, það sullast bara fullt af error-meldingum  á skjánum fyrir framan okkur en við getum alveg starað á skjáinn til eilífðarnóns og hjakkað á lyklaborðinu, við náum bara engu sambandi við kerfið. Það verður að endurræsa það á einhver hátt. Það er drastísk aðgerð og við gætum misst út eitthvað af gögnum, gögnum sem voru ekki vistuð í varanlegum og efnislegum eignum. En það er bara ekkert annað að gera. Sumir vilja ekki sjá þetta og vilja ekki skilja þetta og vilja ekki átta sig á að fjármagnsskuldbindingar eru þannig gögn. Stór hluti þannig gagna hefur þegar tapast í því stóra krassi sem þegar hefur dunið yfir. Skyndilega hafa hlutir sem voru mjög verðmætir á einum tíma orðið nánast verðlausir. Þannig hefur húsnæðisverð alls staðar í heiminum hrapað og heldur ennþá áfram að hrapa. Fyrst voru það undirmálslánin, svo voru það venjulegu húsnæðislánin og svo  atvinnuhúsnæði.

Ástandið er svo alvarlegt að Ben Bernanke seðlabankastjóri USA telur að fjármálamarkaðir heimsins hafi verið á heljarþröm fyrri hluta október síðastliðinn einmitt þegar hrunið varð á Íslandi. Hvað skyldi hann kalla ástandið á Íslandi? Við erum því miður ekki komið í neitt skjól og hér er ekkert að rofa til. 

Hér á Íslandi þarf mjög róttækar aðgerðir til að bjarga atvinnulífi og einstaklingum. Það sjá allir sem eitthvað hafa sett sig inn í málið og hér þarf að létta af skuldum bæði af fólkinu og af fyrirtækjum.  Eins og er þá er ok skulda svo mikið að það er engin leið fyrir hvorki fólk né fyrirtæki að rísa undir því, tekjur fyrirtækja og tekjur einstaklinga munu halda áfram að rýrna á meðan ekki rofar til

Menn greinir hins vegar um leiðir. Það er gott að koma fram með tillögur og ræða kost og löst á hverri tillögu. Ríkisstjórnin sem hrökklaðist nýlega frá neitaði að horfast í augu við vandann. Ríkisstjórnin sem núna situr virðist helst á því að best sé að svelta fólk til hlýðni, sjá hvað það þolir af álagi kreppunnar og hjálpa svo þeim sem kikna. Þetta kallar núverandi forsætisráðherra að halda utan um fjölskyldurnar í landinu.

Framsóknarmenn hafa sett fram róttæka tillögu sem margir tala fyrir. Tryggvi Þór sjálfstæðismaður hefur tekið hana upp og hagfræðingur okkar Framsóknarmanna  Nouriel Roubini talar líka fyrir henni. Ég skrifaði grein í íslensku wikipedia um Nouriel Roubini, mér finnst mikilvægt að kynna þennan framsýna framsóknarhagfræðing fyrir þjóðinni. Roubini hefur reynst öðrum sannspárri um hvað er að gerast í heiminum, hann er framsýnn og nánast eins og sjáandi. Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins skrifaði bloggið  Ofurhagfræðingur sammála Framsókn

Í heimi hverfulleikans þá er mikilvægt að  hlusta á þá sem sem sjá fyrir hvað muni gerast í umheiminum og fjármálalífi, þá getum við betur áttað okkur á hvað stjórnvöld þurfa að gera.


mbl.is Lækkun vísitölu fasteignaverðs 5,3% á 12 mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð myndlíking og fín grein hjá þér Salvör. Hef gaman af blogginu þínu.

Haraldur Haraldsson, 18.3.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Segðu mér Salvör af því þú sérð hlutina svo myndrænt og skýrt, hverjum skuldar almenningur og hverjum skuldar sá/þeir sem almenningur skuldar?

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.3.2009 kl. 17:03

3 identicon

Fín færsla Salvör, eins og þín er von og vísa!  það eru fleiri og fleiri að "sjá ljósið", enda ekki von að fólk kveiki á svona róttækum og sérstökum tillögum án umhugsunar.  Það eru algerlega einstæðar aðstæður við að glíma og þær kalla á alveg sértækar lausnir.  Margir ná ekki að átta sig á því að tillögurnar ganga einvörðungu út á að afskrifa innlendar skuldir, þ.e. skuldir einstaklinga og fyrirtækja við innlendar lánastofnanir (ekki gömlu föllnu bankana).  Allar stærstu skuldir útrásarvíkinganna eru í gömlu bönkunum og verða ekki afskrifaðar.  Þetta er grundvallarmál að átta sig á!

Það er einstakt tækifæri að nýta okkur þá afskrift sem þegar liggur fyrir með flutningi lánanna í nýju bankana, enda mun þetta gagnast öllu hagkerfinu strax og viðhalda fjárflæði sem er svo nauðsynlegt til að allt verði ekki steina stopp, þ.m.t. skatttekjur ríkisins af neyslusköttum.

Að lokum mun svona aðgerð líka leiða til þess að gæði lánasafnanna mun aukast og þar með heimtur erlendra kröfuhafa líka!

Björn Þorri Viktorsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband