Ég er núna í Gautaborg á námskeiði þar. Ég á afmæli í dag. Ég er dáldið áhyggjufull, Ásta Lilja eldri dóttir mín er veik heima á Íslandi og Kristín Helga yngri dóttir mín er á leið til Palestínu á morgun, hún verður farin áður en ég kem heim. Kristín fer síðdegis á morgun, þetta verður vonandi lærdómsrík ferð hjá henni og vonandi gengur allt vel, hún er að fara á vegum Rauða krossins, þetta er sérstök ferð ungmenna til að kynnast aðbúnaði barna og ungmenna í tengslum við verkefni sem Rauði krossinnn er með þarna. Það fara tveir krakkar frá Íslandi, það var viðtal við þau í Ísland í bítið í morgun, hér má hlusta á viðtalið.
Þau koma til með að halda úti bloggi palestinufarar.blog.is
Núna þegar ég er stödd í Svíþjóð þá datt mér í hug að leita á TV4 að því hvort eitthvað hefði komið um Ísland þar, Ásta var nefnilega nýlega í viðtali við þá sjónvarpsstöð. Ég fann vitalið, það má horfa á það hérna,
Þetta er sem sagt staðan í heiminum og staðan hjá fjölskyldu minni núna. Kristín Helga er að fara að kynnast því og kynna fyrir öðrum hvernig fólk hefur það á átakasvæði í Palestínu þar sem blóðugt stríð ríkir og þar sem milljónir manna eru innikróaðar. Ásta Lilja segir Svíum frá því hvernig er að vera ungur atvinnulaus Íslendingur í dag og hafa ekki von um betri framtíð í bráð. Hennar kynslóð er sú sem hefur orðið mest fyrir barðinu á hruninu á Íslandi, margir hafa mist vinnuna og margir eiga ekkert í íbúðum sínum nema skuldir sem eru miklu hærri en það sem íbúðirnar seljast fyrir í dag og vonir Ástu eru margir að flytjast frá Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2009 kl. 00:04 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Salvör. Frábært að uppgötva tengsl. Ég er einn af kennurum Kristínar í Borgó og svo er Gunnlaugur Bragi frá Höfn í Hornafirði nálægt æskuslóðum mínum í Lóninu. Við höfum verið fínir spjallfélagar síðan hann var ofurlítill patti. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 27.2.2009 kl. 00:16
Kæra Salla.
Ég las ofanvert og fannst leiðinlegt að heyra með Ástu. Og vona að Kristínu Helgu gangi vel í Palestínu.
Elly (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.