Reykjavík og Ísland - Dubai Norðursins?

Kalifornia er nær gjaldþrota, mörg ríki sem áður höfðu mikið fé eru núna í kröggum. Allir þekkja hvernig ástandið er á Íslandi. 

Dorritt forsetafrú vill að Ísland verði svalari útgáfa af Dubai

Hún var í viðtali við Sunday Times nýlega og þetta var haft eftir henni þar:

Blaðið segir að hún vonist eftir að unnt verði gera landið að sælureit fyrir viðskiptavini sem eru góðu vanir, eilítið svalari útgáfu af Dubai, með fisk og hveri í stað sandsins. Fram kemur að hún hafi rekist á yfirgefinn flugvöll hér og vonist til að geta breytt honum í geymslur fyrir listasöfn sem fólk gæti komið og skoðað. Hún er sögð vera að vinna að þessum áformum í félagi við góða vinkonu sína, Francesca von Habsburg.

Ég er ekki sammála forsetafrúnni um Dubai, ég vil ekki að Reykjavík verði svalari útgáfa af Dubai

Það er engin hugfró í að öðrum gangi verr en Íslendingum en það má draga af því lærdóm og reyna að skilja hvað er að gerast. Ástandið er mjög alvarlegt víða í Bandaríkjunum, sérstaklega í Kaliforníu þar sem heilt fylki er að fara á hausinn. 

Ástandið er að sögn skelfilegt núna í Dubai, fólk yfirgefur borginni með því að keyra bílana sína út á flugvöll og skilja þá eftir með bíllyklinum í, þetta er stundum gert í ofboði því fólk af erlendum uppruna vill ekki taka áhættu að lenda í skuldafangelsi heimamanna.

Hér er ansi harðorð grein frá goodbye dubai ( smashing telly!) sem lýsir Dubai sem holum og hjáróma gerviheimi, eins konar ríkramanna time-share þar sem fólki er selt líferni eins og verið sé að selja því steikarhnífa.

Dubai is a place for the shallow and fickle. Tabloid celebrities and worn out sports stars are sponsored by swollen faced, botox injected, perma-tanned European property developers to encourage the type of people who are impressed by fame itself, rather than what originated it, to inhabit pastiche Mediterranean villas on fake islands. Its a grotesquely leveraged version of time-share where people are sold a life in the same way as being peddled a set of steak knives. Funny shaped towers smatter empty neighborhoods, based on designs with unsubtle, eye-catching envelopes but bland floor plans and churned out by the dozen by anonymous minions in brand name architects offices and signed by the boss, unseen, as they fly through the door. This architecture, a three dimensional solidified version of a synthesized musical jingle, consists of ever more preposterous gimmickry - an underwater, revolving, white leather fuck pad or a marina skyscraper with a product placement name that would normally only appeal to teenage boys, such as the preposterous Michael Schumacher World Champion Tower.

But if there is one problem with the shallow and the fickle, its that they are shallow and fickle, they won’t put down deep roots and they won’t remain loyal to Dubai.

mbl.is Kalifornía nær gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algjörlega sammála þér Salvör. Við þurfum ekki að breyta landinu sem slíku, en auðvitað hugsunarhætti okkar, en mér hryllir við þeirri hugmynd að fara einhverja Dubai leið.

Kveðja

Finnur

Finnur Bárðarson, 18.2.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Forsetafrúin veit líklega ekkert hvað hún er að segja. Þetta fólk ætti bara að þegja því það er ekkert inni í því af viti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.2.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Við gætu boðið afþreyingartúristum að vinna í fiski, gista fríðindalaust í verbúð og reyna svo að kaupa sér í svanginn með dagvinnulaununum.
Ekki vil ég sjá Ísland vera einhvern minigolfvöll fyrir sýndaraðal heimsins. Við erum búin að fá smjörþefin af því.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband