Alkul er nýja kreppuorđiđ

Ţađ er sárt fyrir okkur Íslendinga ađ hafa núllast niđur í ekki neitt eftir ađ kasínókapítalisminn hrundi á Vesturlöndum og allt fraus fast. Hvergi fraus ţađ fastar en hér á eyjunni - stađnum Íslandi sem skyndilega varđ meiri eyja og fćrđist fjćr öllum meginlöndum međ hruninu. En viđ hinir hrímugu klakabúar erum vel sjóuđ og vel snjóug og eins og fröken Snilla  í bókinni Lesiđ í snjóinn eftir  Peter Hřeg kann 19 orđ yfir snjó ţá kunnum viđ vel ađ fela núllpunktinn undir snjóalögum.


Alkul er á öđrum tungumálum Absolute zero, orđ sem er notađ fyrir algjört núll.

Alkul á nokkrum tungumálum:

Alkul

Absolut nulpunkt

Absoluter Nullpunkt

Absolute zero

Zéro absolu

Zero assoluto

Zero bezwzględne

Det absolutte nullpunkt

 

Bókin um fröken Smillu sem kunni svo vel ađ lesa í snjóinn hefur líka mismunandi titil eftir tungumálum. Hér eru nokkrir.

Smilla's Sense of Snow

Fröken Smillas känsla för snö 

FRÖKEN SMILLAS FORNEMMELSE FOR SNE

Lesiđ í snjóinn

Fräulein Smillas Gespür für Schnee

Sakamálasagan er bókmenntir nútímans og ef til vill er samfélagsrýni sú sem ţar er meira nćrri lagi en sú sem viđ fáum úr pressunni og ljósvakamiđlum sem sjá ekki vatniđ sem ţeir synda í- vatn sem kannski er ekkert vatn heldur helkuldi og íshella sem drepur allt kvikt. Sakamálasagan um glćpinn mikla spinnst áfram á Íslandi en ţađ er samt ekki ljóst hver glćpurinn er ţađan af síđur hverjir sökudólgarnir eru. Ef til vill mun ţađ ekki koma í ljós fyrr en ţessarri manngerđu ísöld linnir og  einhverjir sérfrćđingar munu í framtíđinni ráđa í teiknin sem koma í ljós ţegar jökullinn hopar.

En ţađ eru átta ár síđan ég skrifađi blogg um snjólestur fröken Smillu, ritdóm um bók sem ég las aldrei, bara byrjađi á. Ef til vill er lausnin á gátunni í ţeirri bók líka sakbending fyrir Ísland og hruniđ hérna, alveg eins og bókin Karlar sem hata konur

Hér er bloggiđ um bókina sem ég las aldrei:

 

19.7.01
      ( 12:21 PM ) Salvor Gissurardottir  

Lesiđ í snjóinn í júlí


smillassenseofsnow1dk_f.jpgNýtt tímabil er hafiđ í lífi mínu. Tímabil ţađ sem allt er í röđ og reglu, hlutirnir á sínum stađ og ég skila bókum á bókasöfn. Ţetta hófst allt međ ţví ađ ég skilađi hljóđbókum á Blindrabókasafniđ. Ţćr bćkur hef ég haft undir höndum í nćstum eitt ár og voru ţó ekki teknar út í mínu nafni. Ég ćtlađi bara alltaf ađ hlusta á sögurnar til enda áđur en ég skilađi. Önnur hljóđbókin var Atburđir viđ vatn og hin var sakamálasagan Lesiđ í snjóinn eftir danska höfundinn Peter Hřeg. Um ţá bók segir:

"...mens civilisationskritikken i samtidsromanen Frřken Smillas fornemmelse for sne (1992) kredser om forskellen mellem verdensbilleder. Ved at udstyre sin centrale figur med en dobbelt kulturel baggrund skildrer Hřeg Danmark som et administrations- og overvĺgningssamfund."

Ég hef margoft reynt ađ halda áfram ađ hlusta á söguna af ferđ hinnar grćnlensku Smillu út á heimskautaísinn ţar sem ég endađi í september síđastliđnum en ţađ gengur ekki. Úr ţví ađ ég get ekki hugsađ til ţess ađ hlusta á ţessa sögu án ţess ađ yfir mig hellist myrkur, skelfing og ískuldi ţótt um hásumar sé ţá verđ ég víst bara ađ lifa međ ţví ađ vita ekki hvađ beiđ hennar á landinu kalda. Atburđir viđ vatn verđa líka alltaf bara kyrralífsmynd í huga mínum, ekki saga. Skrýtiđ samt ađ ég skuli hafa byrjađ ađ hlusta á tvćr sakamálasögur á ţessum tíma og báđar bera ţćr titil sem sóttur er til vatns - held reyndar ađ sakamálasögur og sú hugfróun sem menn sćkja í ţćr sé tengd hinni eilífu og vonlausu baráttu mannanna viđ ađ sigrast á dauđanum - ađ ţeir geti međ tćkni sinni, ráđkćnsku og snilld fundiđ lykilinn ađ lífinu.


mbl.is Alkul í bílasölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband