Úr tröllahöndum

Ég var á Austurvelli í dag. Það var sautjándi mótmælafundur Radda fólksins. Eiginlega ekki mótmælafundur því það er ekki hægt að hrópa neina ríkisstjórn burt sem þegar hefur hrökklast burt og það er ekki hægt að hrópa að stjórn fjármálaeftirlitsins burt þegar hún hefur öll verið sett af og það er máttlítið að hrópa stjórn Seðlabankans burt því tilvonandi forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hún verði sett af. Svo gat þetta ekki verið sigurhátíð því ekki er komin ný ríkisstjórn að völdum.  En þetta var áfangasigur og tími til að hugleiða næstu skref.

Hér er 10 mínútur sem ég tók upp undir ræðum dagsins.

Þetta var líka þjóðernisstemming, sungin ættjarðarlög og farið með ljóð. Ég tók eftir að tveir af ræðumönnum, kannski þeir allir, notuðu myndlíkingu um að Ísland hefði sloppið úr tröllahöndum, sloppið frá slæmum bergþursi.


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Við ættum, samfélagsrýnendur í bloggheimum, að mæla okkur mót að ári liðnu eða tveimur. Setjum okkur það verkefni að fara yfir það hver staða helstu mótmælenda er í dag, 31. janúar 2009 eða 1. febrúar 2009, annars vegar og hins vegar hver hún verður að þeim tíma liðnum sem við afmörkum.

Ég var í Lækjargötunni á sunnudegi snemma árs 1969 þegar aðsúgur var gerður að bifreið Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þegar hann hélt af fundi sem hann átti við Hannibal Valdimarsson, þar sem hann tók við mótmælaskjali úr hendi þess síðarnefnda.

Það er eins og mig minni að það fólk sem þá hafði sig mest í frammi í mótmælum gegn sitjandi stjórnvöldum, ungt og róttækt menntfólk á þeim tíma, sé núna róttækir eftirlaunamenn, sem hefur um nokkurt skeið notið góðs af batnandi lífskjörum, með öllu sem fylgir og fylgja ber. Hlutur þessa fólks hefur af einhverjum sökum ekki batnað svo miklu nemi. Að sjálfsögðu eru undanskildir þeir sem fóru í utanríkisþjónustuna eða önnur vel launuð störf.

Það væri gaman að gera úttekt á því hvað verður um það fólk sem hefur verið í farabroddi á fundum Radda fólksins. Hvar ætli það verði að gera eftir tvö til fimm ár? Mun baráttan skila þeim betri lífskjörum eða er það eitthvað annað sem ríður þar baggamuninn?

Flosi Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er skemmtileg hugmynd. Fór að hugsa um mína fortíð, var of ung til að ná í þessa 1968 mótmælaöldu. En hetjan og aðalmótmælandinn í MR , nokkrum árum eldri en ég er hann Gestur Guðmundsson sem núna er prófessor hér í HÍ og hefur skrifað mikið um ungmennakúltúr, sérstaklega tónlist.

Við vorum nú að mótmæla aðallega slæmum aðbúnaði í skólanum og Víetnamstríði. Við hlið mér í dag á Austurvelli var Guðrún vinkona mín og það rifjast upp fyrir mér núna að við vorum að mótmæla kröftuglega í Gervasoni málinu, ég hengi plaköt upp í háskólanum og Guðrún o.fl. voru með þrásetu í einhverju ráðuneyti.

Danir tóku svo við Gervasoni.  Ég tók reyndar eftir þegar ég var stödd við bálið að kvöldi 20. janúar að ég þekkti flesta sem voru á mínum aldri, það var fólk sem hefur verið aktívistar í ýmsum hreyfingum í gegnum marga áratugi og margir virkir í einhvers konar listum. Það fólk sem hefur safnast saman undanfarið og sumir kalla skríl er hugsandi og skapandi fólk á Íslandi, fólk sem situr ekki í doða heima hjá sér. En mótmæli geta farið úr böndum og það hefði ekki þurft mikið til. Það er mjög óviturlegt hjá lögreglu að leyfa einhvern tíma í framtíðinni opna elda og vígbúnað við húsgafla opinberra bygginga. 

En það er áhugavert að pæla í hverju mótmæli skila. 

Það getur verið að mótmæli  eins og voru við þingbyrjun virki áhrifaríkari en þau eru og það getur verið að það málþóf sem við bloggarar höfum uppi virki áhrifalaust.

En þegar til lengri tíma litið þá er mikilvægara að komast inn í hugarheim fólks heldur en hús, það er mikilvægara að breyta hugsunarhættinum og nálguninni og það gerist ekki með fjöldauppákomum. Það gerist með langvarandi umræðu og ef maður trúir á upplýsta umræðu þá verður maður að taka þátt í henni.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.1.2009 kl. 23:43

3 identicon

framsóknarfl. eru fífl.

J.þ.A (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 01:00

4 identicon

Þó við séum laus við ríkisstjórn Geirs H. góðu heilli, erum við ekki alveg laus úr tröllahöndum. Það er einn ægilegur og ljótur og innrætið eftir því.

Það er semsé Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem er hið versta skrímsli og hefur skilið eftir sig sviðna jörð þar sem hann hefur farið yfir og leikið þær þjóðir viðurstyggilega með hagsmuni auðvaldsins í huga, en EKKI velferð og heill almennings.

Ef við ekki skilum láninu er lítið annað hægt að gera en að biðja Guð að hjálpa sér!

Valdimar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 01:46

5 identicon

Leirétti hér með slóðina á vefsíðuna hér á undan og biðst velvirðingar á misslætti.

Valdimar Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 02:42

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ein vangavelta sem ég hef velt mikið fyrir mér er

Eftir byltingu- hvað þá ?

Dæmi- 

Komnoistar náðu flestum baráttumálum fram  þeir börðust  öturlega fyrir  á 19 öld þegar komið var á næstu öld eins og t.d

  • fólk þurfi ekki að vinna meira en 10 tím á dag
  •  örorku og atvinnleysisbætur væru borgaðar af ríkinu.

Ég vil meina að um leið og kröfum komonista var framfylgt þá .. dofnaði niður baráttan. Hugsjónin hafði ekki lengur sama tilgang og áður. Fólk var orðið mett og eftir að hægri flokkar samþykktu þessi grunnbaráttumál gátu baráttumenn "öreiga" alveg eins snúið sér að hreinni hægri mennsku. Með öðrum orðum ... þá er besta leið að berja niður byltingu að gangast við kröfum hennar. 

Mér finnst þessi bylting, sem Hörður Torfason hefur verið helsti hvati af ,sé rétt að byrja og hætti ekki fyr en flokksframapolitík og sérhagsmunarhyggja verði upprætt með einum eða öðrum hætti. 

Ég er sannfærður að ísland geti orðið fyrirmyndarsamfélag. Hér er nóg af miklum hugsuðum og fræðimönnum, sem hafa miklu meira til málanna að leggja en venjulegir flokkspolitíkusar að mínu mati. 

Svo svarið við spurningunni er - eftir byltingu hvað þá ?

vonandi að ísland sé komið mörgum skrefum nær því að vera fyrirmyndarsafmélag en nokkurn tíman áður. En til þess verður að fara enn þá meira í að láta fagstefnur verða ráðandi í stað eiginhagsmunarhyggju- eins t.d að ráða menn sem dómara því hann kýs rétta flokkin og er rétt ættaður, en ekki þann sem er hæfastur til starfsins.  

Brynjar Jóhannsson, 1.2.2009 kl. 06:24

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að skrifa

eins og t.d að ráða EKKI menn sem dómara því hann kýs rétta flokkin og er rétt ættaður heldur þann sem er hæfastur til starfsins.

.. smá mistök

biðst velvirðingar. 

Brynjar Jóhannsson, 1.2.2009 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband