Hvað er að í Kraganum?

Þetta fer að verða spennandi, alls konar vangaveltur um hver býður sig fram í hvaða kjördæmi. Það er náttúrulega mikið tómarúm á Suðurlandi eftir að tveir þingmenn Framsóknarflokksins þar helltust úr lestinni, þeir  Guðni Ágústsson formaður og svo Bjarni Harðarsson sem var mikil vonarstjarna í Framsóknarflokknum en vonarstjörnur kunna ekki endilega allt og Bjarni kunni ekki vel á tölvupóst. Sem er náttúrulega sjarmerandi út af fyrir sig, það þurfa ekki allir að kunna á alla fídusa í þessum tæknigræjum. En það er háðuglegt að hrökklast af þingi út af því að framsenda nafnlaust níðbréf um samherja og kunna svo illa á tölvupóst að senda það undir eigin nafni á alla fjölmiðla Íslands. Ef menn vilja vera skúrkar þá eiga þeir að minnsta kosti að vera betur að sér í skúrkavinnubrögðum en Bjarni var.  En Bjarni er nú kannski ekki svo mikill og reyndur skúrkur þó hann sé orðhákur hinn mesti og þó að hann hafi í hita leiksins villst af leið. Það er eftirsjá af Bjarna í Framsóknarflokknum en það er hins vegar engin eftirsjá af vinnubrögðum sem einkennast af óheilindum og bakstungum.

Annars er eins og enginn vilji bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum í kringum Reykjavík eins og kjördæmið er gjarnan kallað.

Fyrrum frambjóðendur þar vilja nú fram í suðri og norðri en ekki í suðvestrinu. Það er nú ekki nema von, atkvæðin vikta svo lítið þar og hvergi nokkurs staðar hefur kreppan komið eins illa við fólk eins og hjá ungu fjölskyldunum sem búa í sveitarfélögum í kringum Reykjavík. Svo bætist við að staða sumra sveitarfélaga þar er arfaslæm og það sem verra er, íbúar á þessum svæðum fylgjast ekki nógu vel með hvernig sveitarfélögum er stjórnað og hve mikið þau eru skuldsett.  Það horfir ekki vel á þessum slóðum, það mun enginn stjórnmálamaður horfa fram á uppsveiflu á þessum svæðum næstu árin.  En þarna býr fólkið sem í dag hefur minnst vægi í kosningum til Alþingis.

 


mbl.is Samúel Örn horfir til heimasveitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband