Hvað með málverk Listasafns Íslands og málverk í eigu Reykjavíkurborgar

samson-styrktara_ili.jpgÞað er frábært framtak hjá breskum stjórnmöldum að gera almenningi kleift að berja augum málverk í opinberri eigu og setja myndir af listaverkum á ókeypis vefsvæði. Ég velti fyrir mér hvenær íslensk stjórnvöld bæði ríki og Reykjavíkurborg fari sömu leið.

Árið 2004 var safneign Listasafn Íslands 10.000 verk samkvæmt þessari síðu um safneignina. Aðeins lítill hluti þessara verka er sýndur hverju sinni. Hvar eru öll hin, hver eru öll hin? Er ekki mikilvægt að þeir Íslendingar sem ekki komast á sýningar listasafnsins fái að fylgjast með þessari eign sinni? 

Margir listamenn arfleiða listasöfn að verkum, sennilega vegna þess að listamennirnir vilja að þjóðin geti séð verk þeirra og telja listasöfn í eigu ríkis og sveitarfélaga best til þess fallin. 

En í nútímasamfélagi þarf líka að geta fengið upplýsingar um verkin á Netinu. Það er auðvitað ekki það sama eins og að sjá listaverk á listsýningu en það tryggir að við vitum að viðkomandi listaverk er til og vitum hvar það er og hvernig eða hvort við getum séð  það á sýningu.

Það eru til í listasöfnum og menningarsöfnum á Íslandi nákvæmar skrár yfir listaverkin. Þessar skrár eru fyrir fræðimenn og þá sem vinna við söfnin. Það er vissulega mikilvægt að hafa slík gagnasöfn en það þarf líka að huga að upplýsinga- og menningarhlutverki safna og gera safneign aðgengilega fyrir almenning. 

Mörg söfn hafa varið miklu fé í að setja upp einhvers konar margmiðlunarsýningar fyrir þá sem heimsækja söfnin.  En af hverju eru þessar sýningar ekki aðgengilegar á vefnum heldur aðeins fyrir þá sem koma í söfnin? Koma í söfn, að mæta á staðinn er best þannig að það sé öllu púðri varið í að skoða sjálf listaverkin eða menningarverkin. Ef  starfænar sýningar eru aðgengilegar á vefnum þá gætu safngestir skoðað margmiðlunarsýningar í eigin fartölvum annað hvort áður en þeir koma í safnið eða á meðan.  

Mér finnst illa varið því plássi sem er í söfnum í dag t.d. í Þjóðminjasafninu að taka það undir stafrænar sýningar sem allt eins gæti verið aðgengilegar á vefnum. 

Það er hagur allra borgara að listaverkaeign og menningarverðmætaeign þjóðarinnar og borgarbúa sé aðgengileg öllum til skoðunar á  vefsvæðum. Það geta hins vegar verið höfundarréttarmál sem koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir af listaverkum.

En talandi um listasafn Íslands og vefsíðu þess... þetta er eitthvað svo 2008 að hafa allar síður skreyttar með því að Samson properties sé aðalnúmerið í listalífi Íslands. Er ekki kominn tími til að taka þá borða niður og sýna meira af sjálfum listaverkunum?

 

 


mbl.is 200.000 málverk verða aðgengileg á vef BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála. Svo eignuðumst við fullt af verkum við yfirtöku bankanna.

Villi Asgeirsson, 29.1.2009 kl. 10:27

2 identicon

Fyrir núna mörgum árum voru lagðir til peningar á Alþingi til að skrá öll verk Jóhannesar Kjarvals listmálara. Hvað það verk komst langt eða hvort afraksturinn er til, veit ég ekki.

 Þetta frá áður en stafrænar ljósmyndir urðu til og þess vegna yrði að skanna allt til þess að setja á netið. En auðvitað ætti að drífa í þessu. Íslensk málaralist mikilvæg menningararfleið íslensku þjóðarinnar og þetta mikilægur hlekkur í að kynna hana um allan heim.

Ég hef haldið því fram lengi að málaralist 20. aldarinnar á Íslandi hafi verið vanrækt af utanríkisþjónustunni, útrásarvíkingar kannski ekki besti orðstírinn. Með því að sýna að Ísland hefur og hafði sterka menningu sér umheiminurinn að við erum alvöru þjóð og meira en örfáir athafnamenn. Kv. Ingimundur Kjarval

 Kv. Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband