25.1.2009 | 18:19
Börn og geðveikir foreldrar og fíklar
Ég var að lesa blogg Heiðu Þórðar Áður en þið dæmið geðsjúka móðir...lesið; en núna er viðtal við Gísla Þór bróður hennar í Vikunni um uppvaxtarár hans hjá móður sem bæði glímdi við geðræn vandamál og alkóhólisma. Þau voru sex sammæðra syskini og þrjú alsyskini. Sum ólumst upp hjá ömmum sínum. Gísli lýsir jólum bernsku sinnar í þessu bloggi Óyfirstíganlegir veggir
Það eru mjög margir sem glíma við geðræn vandamál á einhverjum hluta ævi sinnar, vandamál sem stundum magnast upp af ytri aðstæðum eins og fjárhagserfiðleikum, drykkjuskap eða annars konar fíkniefnaneyslu. Sumir þeirra eiga börn og þegar fólk er svo veikt að það getur ekki stjórnað eigin lífi þá getur það stundum ekki veitt börnum þá umönnun sem þau þurfa og eiga rétt á.
Í barnaverndarlögum er þetta ákvæði um tilkynningaskyldu almennings:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sit hér með tárin í augunum eftir þennan lestur. Við þurfum sífellt að minna okkur á að dæma ekki, og alls ekki saklaus börn sem hafa ekkert gert af sér nema það að fæðast inn í kringumstæður sem þau ráða ekki við. Ég á sjálf ekki góðar minningar af jólum og það fylgir manni alla tíð. Ég bið Guð um að vera með þessari fjölskyldu.
Guðný (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:20
Já, saga þeirra systkina er áhrifamikil en ekki síður sú staðreynd að bæði Gísli og Heiða eru heilsteyptar manneskjur sem virðast hafa náð að yfirstíga erfiðleikana. Það finnst mér stórkostlegur vitnisburður um styrk mannsandans.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.