22.1.2009 | 11:46
Samvinnuhugsjón er eina vitið
Það kemur ekki á óvart að gengi Framsóknarflokksins fari nú upp á við í skoðanakönnunum. Stefna flokksins hefur höfðar til fólks og aldrei átt betur við en núna þegar öfgastefnur til hægri og vinstri hafa beðið skipsbrot og stórveldi sem byggja á þeim stefnum hafa liðast í sundur eða eru að liðast í sundur. Ekkert á betur við á þessum tímum en öfgalaus miðjuflokkur þar sem saman fer skynsemishyggja og samvinnuhugsjónir - flokkur þar sem ekki er byggt úr loftköstulum og spilaborgurm heldur horfst í augu við raunveruleikann og besta lausnin fyrir alla valin.
Þannig er Framsóknarflokkurinn í dag það stjórnmálaafl sem hefur og getur skapað frið um nauðsynlega vinnu stjórnmálamanna - í ríkisstjórn með því að bjóðast til að verja stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna falli og í borgarstjórn Reykjavíkur með því að bjarga borginni frá hreinum glundroða.
Það hefur verið margt ámælisvert í Framsóknarflokknum undanfarin ár og stefna og stjórn flokksforustu í mikilvægum málum hefur verið vægast sagt vond. En Framsóknarflokkurinn er samsettur af því fólki sem í flokknum er og það hefur verið hrópandi kall á breytingar og öðruvísi áherslum. Á nýafstöðnu flokksþingi var kjörin ný forusta og Framsóknarflokkurinn er einn flokka að horfast í augu við fortíð sína og vinna að breytingum.
Framsókn með 17% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nýtt upphaf hjá framsókn með Sigmundi sem er duglegur og heiðarlegur
Þetta snýst um samvinnu.
leedsari (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:12
Og búa til nýjan S-hóp hættu nú alveg Salvör.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:29
Hörður Már: Það eru tugþúsindir skráðir í Framsóknarflokkinn. Hvað voru margir í S hópnum? Telur þú að þessi S-hópur hafi skriftað reglulega á fundum Framsóknarmanna eða að Framsóknarmenn almennt hafi vitað hvað þeir gerðu eða samþykkt það?
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.1.2009 kl. 19:36
Salvör, eru tugþúsindir skráðar í framsókn??...hvenær gerðist það?...erum við ekki bara um 300.000 allt með talið.
Fylgdust framsóknarmenn ekki með því hvað var að gerast í þjóðfélaginu undanfarin ár eða lásu blöðin??. Þeir voru jú í stjórn í talsverðan tíma.
itg (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.