21.1.2009 | 21:52
Hmmm... fjör á Samfylkingarfundinum
Það er kannski dáldið eldfimt að halda fundi í Þjóðleikhúskjallaranum þessa daganna. Við skiljum það Framsóknarmenn, við héldum félagsfund þar nýlega það sem var allt að gerast. Sjá hérna Rafmagnaður fundur hjá Framsókn í Reykjavík
Síðan þá höfum við gengið til kosninga um nýja forustu í flokknum. Sigmundur Davíð, Birkir Jón og Eygló og þingmannahópur okkar eru tilbúin til að hefjast handa við uppbyggingu Nýja Íslands. Það getur verið eini kosturinn í stöðunni fyrir hina flokkana að taka tilboði Framsóknarflokksins um að verja stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna vantrausti þangað til kosningar eru yfirstaðnar. Það þýðir að ríkisstjórn sem núna situr sem sannarlega er vanhæf eins og hrópað er nú á torgum og inn í húsum, sú ríkisstjórn getur farið frá á morgun.
En eitt er mér fyrirmunað að skilja.
Hvers vegna í ósköpunum valdi Geir ekki á sínum tíma að stofna þjóðstjórn með öllum flokkum á Alþingi? Það voru á þeim tíma allir flokkar tilbúnir í það. Sá hann virkilega ekki þetta ástand fyrir?
Þið eruð öll rekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Menn sem eru ekki saddir af völdum, eiga erfitt með að lesa það sem stendur skrifað á vegginn, hvað þá að hlusta á aðra en þá sem eru sammála þeim sjálfum. Með öðrum orðum, nei, Salvör, hann sá þetta ástand ekki fyrir. Því miður fyrir okkur öll, því að hann glutraði traustinu á u.þ.b. viku og hefur ekki endurunnið það.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.