You may say I'm a dreamer - But I'm not the only one

Farandsöngvarinn sem sat fyrir utan verslunina í Austurstrćti ţegar gangan gekk ţar framhjá á gamlársdag söng lagiđ  Imagine lag John Lennon frá árinu 1971. Farandsöngvarinn breytti reyndar textanum, setti " Iceland will be as one" í stađinn fyrir "the world will be as one".

Hér eru tvćr útgáfur,  John Lennon ađ syngja lagiđ 1971 og óţekktur götusöngvari í Austurstrćti 2008.

Í Viđey er Friđarsúlan , listaverk Joko Ono reist í minningu Johns Lennons.  Súlan er ljóskastari en á stallinn er ristur textinn  "imagine peace" sem er vísun í ljóđlínu úr Imagine.  Á gamlársdag, sama dag og viđ tendruđum neyđarblys viđ stjórnarráđiđ var tendrađ ljós á súlunni,ljós sem logar fram á ţrettándann.

Imagine er ljóđ um draum um heim sem byggir á samvinnu og friđi. Um heim ţar sem menn fylkja sem saman undir sömu hugsjón, sama draum.

Sumum draumum getum viđ ekki stjórnađ, stundum verđa draumar ađ martröđ og stundum verđa draumar ađ ţrá sem teygir sig út úr draumheimi inn í raunveruleikann  og sefjar okkur og dáleiđir. Stundum eru draumar eins og saga međ táknum, saga frá annarri veröld, skráđir á framandi tungumál.

Ég hef nokkrum sinnum bloggađ um drauma og gert tilraun međ ađ skrá nđur drauma. Núna á árinu sem ísbirnirnir komu ađ landi ţá rifja ég upp drauminn um ísbjörninn og ţađ sem ég hef skrifađ um drauma:

Draumar á bloggi og draumaráđningar

Ísbjörn og draumur

Í fyrsti skipti sem ég sá bláan logann frá friđarsúlunni fannst mér eins og ég vćri stödd á mörkum draumheims og raunheims. Ég sá ljós á himni eitt kvöldiđ og vissi ekki hvađ ţetta var. Ég keyrđi út á Laugarnestanga og virti ţetta fyrir mér. Mér fannst skyndilega ég vera stödd inn í draumi.
Draumi sem mig hafđi dreymt í nóvember áriđ 2001.

Ég skráđi ţennan draum á blogg ţá svona:

Mig dreymdi ađ ég byggi í blokk, held ég á ţriđju hćđ og svo horfđi ég út um alla glugga og hvarvetna blasir viđ mér svona eins og her af fólki - já eins og her ţví allir héldu á spjöldum sem minntu mig á skildi og ţau voru mjög litskrúđug og fjölbreytileg í lit og formi og á ţau letruđ alls konar tákn sem ég skyldi ekki - eins og svona myndletur ţar sem á hverjum skildi var kannski eitt tákn. Og fólkiđ rađar sér međ spjöldin eins og ţéttur her eđa varnarliđ. Mér verđur hvelft viđ í draumnum, held fyrst ađ ţetta sé einhvers konar umsátur sem er beint gegn mér en átta mig svo á ţví ađ ţetta hefur ekkert međ mig ađ gera heldur er allt hverfiđ sem mér finnst núna vera breiđgata viđ strönd einhvers stađar ţakiđ af fólki sem hefur stillt sér upp međ svona skilti ţví ţađ er einhver viđburđur í vćndum, einhvers konar hátíđ. Á einum stađ men ég eftir einhvers konar íţróttahátíđ sem ţó ekkert eins og nein sem ég hef séđ. Einhvers konar tćki eđa verur eđa vélar sem flogiđ var beint upp í loftiđ, ekki mjög hátt, frá mér séđ leit ţetta út eins og fljúgandi hestar og var uppljómađ. Mannmergđin fylgdist međ ţessu allt í kring.

Mér vitanlega hafa engin tćki eđa verur flogiđ upp úr friđarsúlunni og ég hef ekki séđ neina fljúgandi hesta á himni og ég hef aldrei séđ fólk drifa ađ ströndinni međ skilti til ađ horfa á slíkt. En mikill er kynngikraftur friđarsúlunnar.  Ţegar hún er fyrst tendruđ splundrast borgarstjórn Reykjavíkur. Áriđ eftir splundrast Ísland. Hvađ gerist á ţessu ári?

Hér er textinn međ laginu Imagine: 

Imagine there's no heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today...

Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one

Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir upplýsingar spámađur. Ég tók líka eftir ađ hann breytti laginu og söng "brotherhood of ...." svo náđi ég ekki orđinu. En ţađ var skemmtilegt ađ hann söng einmitt ţetta lag og ţessar línur sem fengu mig til reisa friđarsúluna í ţessu fyrsta bloggi ársins. Ţetta er svona bloggbókmenntalegt töfraraunsći:-)

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.1.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir ađ setja inn ţessi myndskeiđ - ţađ er alveg merkilegt međ ţetta ljóđ hans Lennon ađ ţađ fćr mig alltaf til ađ vökna ţegar ég hlusta á ţađ:)

Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Guđrún Magnea Helgadóttir

Eg las pistilinn tinn...Se samlikinguna, en veit ekki? Samt mjog merkilegur draumur!

Guđrún Magnea Helgadóttir, 2.1.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Hann Jo-Jo singur ávallt međ sínu nefi.  Hann er ekta.
Hér er mynd af honum ađ störfum í umrćtt sinn.

Júlíus Valsson, 2.1.2009 kl. 14:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband