Ljósmyndir og vídeó frá mótmælunum

IMG_3029

IMG_3077

IMG_3005

 

"Ég var ekki þar, ég var að æfa lögreglukórinn" söng Bubbi einu sinni. En ég var þar og þar var líka örugglega megnið af lögreglukórnum en þeir sungu ekki. Mótmælendur sungu hins vegar við raust og reyndu að hafa hátt enda var held ég markmiðið að hafa svo hátt að það truflaði útsendinguna þar sem formenn stjórnmálaflokkanna voru að tjá sig í kryddsíldinni. Það tókst að trufla útsendinguna.

Hér eru myndasyrpa sem ég er að hlaða inn á flickr sem ég er að hlaða inn af kryddsíldarmótmælunum. Hér er myndasyrpa af tendrun neyðarblysa við stjórnarráðið.

Það tekur tíma að hlaða inn myndum þannig að ég bæti við þetta smán saman. Tók líka mikið af vídeóklippum sem ég set inn á eftir.


mbl.is Gas Gas Gas á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

En ómerkilegt lið sem stóð að þessu.

Heimir Tómasson, 31.12.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Takk fyrir það. Met það mikils frá einum sem ekki kemur einusinni fram undir nafni. Álíka traustvekjandi og liðið sem þorir ekki að sýna á sér andlitið í mótmælunum. Mamma þeirra myndi sennilega flengja þá þegar þeir kæmu heim.

Heimir Tómasson, 31.12.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta var mjög undarlegt allt saman. Sérstaklega hvað lögreglan virtist vera illa undir þetta búin og ráðalaus. Það var einbeittur vilji flestra sem þarna voru að láta á sér bera og trufla sem mest útsendingu þar sem formenn stjórnmálaflokkanna á Íslandi tjáðu sig. En það virtist líka vera einbeittur vilji flestra að gera það á friðsamlegan hátt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.12.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gazalega er gaman í Reykjavík. 6500 eldflaugar fá Ísraelsmenn til að bomba Hamas, en eldur í leiðslum Stöðvar 2 setur Víkingasveitina í startstöðu og fær Imbu til að afmá ríkisfang ólátaseggjanna. Mér sýnist að íslamskur höfuðbúnaður hafi rutt sér til rúms meðal ungmeyjanna í Rvk. Merkilegir tímar. Mannskepnan er kannski í sjálftortímingarferli?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.12.2008 kl. 18:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir að dokumentera þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 18:58

6 identicon

Heimir.

Varstu þarna ?

Það að hylja andlit hefur ekkert með feluleik að gera. Það er persónulegt val hvers og eins hvort hann vilji sjást í fjölmiðlum eða ekki.

ÉG veit ekki hvort mamma þín flengdi þig en það er ekki talinn góð uppeldisaðferð í dag.

Það er kannski búið að berja þig þannig til hlýðni svo þú þorir ekki sjálfur að mótmæla mannréttindabrotunum á borgurum landins í dag ?

Þröstur Þráinsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Takk fyrir þessar myndir, Salvör.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 20:04

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni fólk á að þarna var ruðst inn í hótel sem ekki er í opinberri eign. Þarna voru a.m.k. 5 ráðherrar og alþingismenn. Lögreglu ber að vernda þá. Segjum sem svo að einhver þessara mótmælenda hefði verið með hníf t.d. Það var minnstakosti einn sem notaði stein. Lögreglunni ber að beita sér í svona tilfellum með því afli sem þeir þurfa.

Og ef fólk vill ekki sjást í fjölmiðlum þá á það ekki að taka þátt í mótmælum sem einmitt snúa að þvi að komast í fjölmiðla. Fólk sem hylur andlit sitt hefur eitthvað að fela í orðsins fyllstu merkingu. Það kom lika fram í gær að menn mættu tilbúnir með lauka og þess háttar til að takast á við táragas. Það segir mér að þessi læti voru undirbúin. Þrátt fyrir að flestir hafi ætlað sér að mótmæla friðsamlega. En einhverjir nota þetta í eitthvað annað. Hvað er einhver hefði verið með hníf, byssu, sprengju hefði fólk réttlætt það líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2009 kl. 08:32

9 Smámynd: Meinhornið

Magnús Helgi, það hefur sést til valdstjórnarmanna dunda sér við það að skrásetja hverjir leyfa sér að jarma úr takt við stjórnvöld. Það ætti því að blasa við að þeir eru með lista af fólki sem þeim finnst þurfa að hafa gætur á dags daglega, utan mótmæla.

Vald spillir.

Hver vill vera á eineltislista hjá hópi manna sem hefur einkaleyfi á ofbeldi?

Meinhornið, 1.1.2009 kl. 12:21

10 identicon

Þetta sem skeði inni á Hótel Borg voru ekki mótmæli heldur skrílslæti!

Það er sorglegt að mótmæli gegn stjórnvöldum skuli snúast upp í húsbrot og glæpamennsku gegn þegnum sem sitja alveg eins í súpunni og aðrir.

Það gera starfsmenn Hótelsins sannarlega og sömuleiðis Stöðvar2. Og ef óður skríll sem brýtur og bramlar hluti ryðst inn á vinnustað þess, eru þeir í fullum rétti að varna skrílnum inngöngu. Þó ekki væri nema sjálfum sér til varnar. Þetta er hótel, fullt af erlendum og innlendum gestum, og þessi skríll var með vasa fulla af flugeldum, hnífum og öðru. Fullkomið ábyrgðaleysi. 

Það hlýtur að vera æskilegra fyrir mótmælendur alla, að hafa fjölmiðla með sér en ekki á móti. Og að skemma búnað þeirra og tæki takmarkar getu þeirra og vilja í framtíðinni til að fjalla hlutlaust um mótmæli. Gleymum ekki því að ef ekki hefðu fjölmiðlar verið við önnur mótmæli eins og við Norðlingabraut værum við ansi berskjölduð fyrir Lögreglu og stjórnvöldum. Fjölmiðlar eru okkar öryggisventlar. Virðum það og vinnum með þeim til að fella rotin stjórnvöld. 

Þeir sem vilja róttæk mótmæli ættu alla vega að hafa vit og þor að beina þeim beint á þær persónur sem eiga það skilið. Farið frekar í Stjórnarráðið eða Ráðherrabústaðinn. Eða sækið Ráðherra heim.Það er bara að skemmta skrattanum að draga aðra þegna í ykkar mótmæli með valdi.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband