31.12.2008 | 17:22
Neyðarblys við stjórnarráðið

Ég mætti við stjórnarráðið í dag og tendraði neyðarblys. Ég sem hef aldrei skotið upp rakettu, ég sem hef í mesta lagi fagnað áramótunum með einni einum pakka af stjörnuljósum. En það er ástæða í ár til að senda út neyðarkall, ekki bara til umheimsins heldur líka til Íslendinga sjálfra enda er ég fyrir löngu búin að missa trúna um að nokkur bjargi okkur nema við sjálf.
Hér er myndasyrpa af neyðarblysunum við stjórnarráðið, ljósmyndir og vídeó.
Hér er vídeó af mér með neyðarblysið
Svo fór ég í göngu á Austurvöll. Ég tók myndir af látunum þar og set þær inn á eftir. Svo þegar táragasdæmið var búið þá fór ég á kaffihús en þegar ég ætlaði að fara í bílinn minn sem var í Lækjargötu þá var þar allt fullt af lögreglubílum og ég komst ekki lönd eða strönd fyrr en eftir langan tíma.
![]() |
Á þriðja hundrað manns mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2009 kl. 08:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.