Stjáklarar og álitsgjafar

Kastljósiđ bauđ upp á nýbreytni í áramótauppgjöri sínu, nokkrir bloggarar voru spurnir álits. Ég var ein ţeirra og spókađi mig í Kastljósinu bćđi í gćrkvöldi og núna í kvöld. Ég finn náttúrulega mikiđ til mín og finnst ţetta allt miđa á rétta leiđ ţegar ég er komin međal ţeirra álitsgjafa á Íslandi sem gera upp áriđ viđ áramót. Ég valdi Geir Haarde sem skúrk ársins, ég sagđi Sigurđ Einarsson í Kaupţingi versta viđskiptamann ársins og sagđi ţađ mesta aulahroll ársins ţegar Sjálfstćđismenn í borginni dubbuđu Ólaf Magnússon upp sem borgarstjóra. Sem ummćli ársins valdi ég "Ég er međ mörg hnífasett í bakinu" sem Guđjón Ólafur sagđi í Kastljósi og ţó ég hikađi ekki viđ ađ persónugera vandann og miđa fast á einstaklinga til ađ fókusera á skúrkana og ţá verstu og ţađ fáránlegasta ţá hafđi ég soft fókus á hetjunum en í ţann flokk setti ég alla ţá sem skapađ hafa okkur alţýđu Íslands eitthvađ rými til ađ vinna úr og međ ţá stöđu sem komin er upp - hetjurnar mínar voru Hörđur Torfason međ sína mótmćlafundi, Gunnar Sigurđsson međ borgarafundi, Egill Helgason međ sitt blogg og bloggkommentasamfélag og Björk Guđmundsdóttir međ sitt nćmi og sína skapandi atorku sem beinist ađ ţví ađ virkja - ekki orkuna úr fallvötnunum - heldur skapandi kraftinn sem ólgar í Íslendingum núna, kraftinn sem getur alveg fariđ í ađ brjóta allt og bramla en getur líka fariđ í ađ skapa og búa til eitthvađ nýtt og öđruvísi.

Hér eru Kastljósin međ bloggálitsgjöfunum:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431286/2008/12/29/5/ 

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431287/2008/12/30/ 

Beint á bloggálitsgjafana: 

Bloggarar velja hetjur ársins

Bloggarar velja aulahroll ársins

Bloggarar velja versta viđskiptamann ársins

Skúrkar ársins ađ mati álitsgjafa

Ummćli ársins ađ mati álitsgjafa

Hneyksli ársins ađ mati álitsgjafa

Ég sofnađi nún í kvöld en vaknađi viđ skrýtiđ símtal úr númerinu 8494331 sem ég kannast ekki viđ. Ég geri ráđ fyrir ađ ţetta hafi veriđ einhvers konar símaat tengt ţví ađ ég var í Kastljósinu en mér fannst símtaliđ óţćgilegt, ég er ekki vön ađ verđa skotspónn stjáklara. Annars er stjáklari annađ orđ fyrir stalker, ég lćrđi ţetta af bókinni hennar Guđrúnar Evu Mínervudóttur sem ég er núna ađ lesa. En ţetta símaat gekk sem sagt út á ţađ ađ einhver mađur spurđi mig fyrst út í sjálfa mig og bakgrunn minn. Ég svarađi ţví eftir bestu getu, hélt ađ mađurinn vildi vita hvort hann fćri mannavillt. Svo fór viđmćlandinn eitthvađ ađ rugla um ađ hann sjálfur vćri geđlćknir og hvernig ég gćti fullyrt ađ einhver vćri geđveikur. Ég kom nú alveg af fjöllum, ég talađi örugglega ekkert um geđveiki eins eđa neins og ţađ  ađ vera skúrkur, versti viđskiptamađurinn, óhćfur borgarstjóri eđa telja sig međ mörg hnífasett í bakinu er nú ekki sama og vera geđveikur. Ég hvessti mig nokkur viđ viđmćlanda í símanum ţegar ég hafđi áttađ mig á hvađ hann vćri ađ ásaka mig um og heimtađi ađ vita meira um viđ hvern ég talađi og hvađa lćgi ađ baki símtalinu. Viđmćlandi lauk símtalinu međ einhvers konar hótun, eitthvađ um ađ símtaliđ vćri tekiđ upp og sýnt í beinni, rövlađi eitthvađ um einhvern skjá.

Svo sá ég rétt áđan ađ einhver hafđi skráđ sig inn á blog.is undir nafni Kristins H. Gunnarssonar alţingismanns og mynd af Kristni og  skrifađ  einhverja aulalega typpalengingarfćrslu sem komment viđ bloggiđ hjá mér.  Mér finnst ţessi stjáklarahegđun vera alvarleg, ţađ er í fyrsta lagi alvarlegt ađ falsa auđkenni annarrar áberandi persónu og tengja nafn alţingismanns viđ svona kommentastalkera. Í öđru lagi er alvarlegt ađ ráđast inn í líf fólks međ símtölum og ógnandi framkomu, tala niđur til fólks og saka ţađ um eitthvers konar glćp (ég áttađi mig nú reyndar ekki á ţví í símtalinu hvađa glćp ég átti ađ hafa framiđ međ tjáningu í Kastljósviđtölum í gćr og dag) og í ţriđja lagi ţá gekk gjörsamlega fram af mér ţegar sá sem hringdi í mig var međ einhverja hótun ađ hann hefđi tekiđ ţetta upp og vćri ađ spila einhvers stađar í beinni.  Ţetta er mjög vondur hrekkur. Ţađ virkar nú reyndar ekki á mig hvort eitthvađ sé spilađ í beinni sem ég segi, ég hef einmitt reynt ađ vera međ sem opnasta tjáningu sjálf í ýmsum vefrýmum  í mörg ártil ađ prófa svona miđlun. En ţađ er ólöglegt ađ taka upp einkasamtal og ţađ er ólöglegt ađ birta svona einkasamtöl og ţađ sem var verst - ţađ virtist vera einlćgur ásetningur ţess sem stóđ ađ ţessu símaati ađ fá mig til ađ tala eitthvađ um geđveilu nafngreindra persóna (sem ég reyndar fékkst ekki til ađ gera ţó ţetta vćri einkasamtal) og ađ ţví leyti er ţetta samtal siđlaust. Ég velti fyrir mér hvort löglegt er hjá mér ađ skrifa ţetta símanúmer hérna en ţađ var hringt í mig úr númeri 8494331 kl. 22:13 í kvöld. 

Ef einhver annar hefur fengiđ  sams konar símtöl úr ţessu símanúmeri eđa ţekkir til ţeirra sem ađ ţví standa ţá vćri gott ađ vita af ţví. 

En ég nenni ekki ađ gera meira í ţessu máli úr ţví ég er búin ađ tjá mig um hve ţađ pirrađi mig mikiđ. Kannski var sami ađ stalka mig í kommentum og í símtali.

Smáupprifjun um álitsgjafann mig: 

Mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar síđan ég hóf upp raust mína í bloggheimum ţann 1. apríl 2001 međ blogginu Álitsgjafar Íslands en ţađ fjallađi einmitt um valdiđ sem orđrćđan býr til og ţađ er hugleiđing um hvernig eđa hvort blogg muni breyta fjölmiđlun. Á ţeim tíma vissu fćstir hvađ blogg var og bloggsamfélagiđ á Íslandi var um tuttugu sjálfhverfir nördar.

En ţađ er gaman ađ rifja upp ţađ sem ég sagđi um blogg og álitsgjafa og vald fyrir sjö árum.
Hér er brot af ţví: 

Ţađ er samt umhugsunarefni er ađ međ ţví ađ segja ađ einhver sé álitsgjafi ţá verđur hann ađ álitsgjafa eđa alla vega fćr eins konar völd í krafti ţess ađ einhver heldur ađ hann hafi áhrif og hamrar á ţví viđ ađra. Ef viđ lifđum ennţá í einangruđu samfélagi ţar sem einu bođin sem berast um samfélagiđ vćru ţessi skekkta mynd sem hefđbundnir fjölmiđlar gefa af valdinu - ţessi mynd sem er byggđ ađ hluta til á óskhyggju ţeirra sem ráđa yfir rödd sem ómar lengra en annara um ađ ţeirra sé mátturinn og dýrđin - ţá myndum viđ ef til vill trúa og ţannig ýta undir valdiđ sem orđrćđan býr til. En tímarnir eru breyttir og enginn ţarf nú ađ treysta á fjölmiđlarisa og opinberar fréttastofur sem einu rásina sem lýsir og skýrir framvindu atburđa. Rödd hvers einstaklings getur hljómađ og náđ til ţúsunda í gegnum ljósţrćđi Netsins en ţćr raddir sem ţar kveđa nú eru ekki samvalinn kór heldur sundurlausar og hrjúfar og stundum eins og gargandi hávađi.

Mun frásagnarstíll breytast?

Ţeim fjölgar óđum sem tjá skođanir sínar, viđhorf og flytja fréttir af tilveru sinni á Netinu. Í sumum tilvikum er ţađ í gegnum netrit gróinna áhrifaafla - eins konar framlenging, umbreyting og útvíkkun á annarri áróđusstarfsemi en í sumum tilvikum er ţetta nýtt form, tjáningarform sem Netiđ hefur gert mögulegt. Einstaklingar sem tjá sig og halda skrá yfir viđburđi og áhrifavalda í lífi sínu. Ţađ er nćstum hlćgilegt í dag ađ halda ţví fram ađ svoleiđis einkarásir séu ógnun viđ vald hefđbundinna fjölmiđla - ţađ ţarf ekki annađ en leggjast um stund í ađ skođa ţessa vefannála eđa vefleiđara (weblogs) hérlendis og erlendis til ađ sannfćrast um ađ um ađ hér er gjörbreytt fréttamat og frásagnarstíll, hér ćgir saman frásögnum af persónulegri reynslu og einkalífi og útleggingum á heimsviđburđum og afkomunni hér á skerinu. Skrifin eru stundum eins og hömlulaus spuni og fara yfir öll mörk og viđmiđ um hvađ viđ teljum nú sćmandi er ađ fjalla um í opinberri orđrćđu. En getur veriđ ađ svona tegund af tjáningu eđa ritun sé nćr almenningi - getur veriđ ađ ţarna örli á ritstíl og menningu sem mun teygja sig yfir í margs konar miđlun í framtíđinni - getur veriđ ađ framsetning frétta og frásagna í hefđbundnum fjölmiđlum í dag sé eins og steinrunniđ ritmál sem hefur fjarlćgst ţađ mál sem raunverulega er talađ í landinu?

Ţađ er umhugsunarefni ađ í ţessu bloggi er ég sérstaklega ađ bera saman blogg og dagblöđ. Ég held ađ á ţessum tíma hafi ég veriđ  einna framsýnust á Íslandi um hvađa áhrif blogg myndi hafa, ţetta var á tíma ţar sem blogg ţótti mjög óvirđulegt og ungćđingsleg tímaeyđsla og nördaiđja. Núna ađeins sjö árum seinna eru ţađ sem áđur voru dagblöđ ađ breytast í einhvers konar blogggáttir. Ţannig  er Mogginn á Netinu afar mikiđ tengdur blogginu og eyjan.is er blogggátt. Ţađ er ekkert efamál ađ bloggsamfélagiđ styrkir mbl.is, ţađ tryggir miklu meiri umrćđu og lestur ađ hafa í kringum sig öflugt notendasamfélag. 

 

test

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég skil afar vel ađ ţetta símtal hafi valdiđ ţér óróa. Ţađ er miđur geđslegt ađ vera vakinn međ ósmekklegu kjaftćđi einhverrar ónafngreindrar persónu og jafnvel hótun í ofanálag. Reyndar er svo komiđ ađ ţessi vettvangur er orđinn einskonar sparkvöllur fólks međ hin ýmsu einkenni innri vandamála. En í ţessu kvöldspjalli sem ég fylgdist međ á skjánum í kvöld fannst mér ţú verđa ţér til sóma eins og vćnta mátti. Sama má segja um ţau hin og auđvitađ var alveg bráđnauđsynlegt ađ fá "álit" Gísla Valdórssonar líka svona upp á breiddina ađ gera. Ósmekklegur fjandans klaufaskapur ađ hafa ekki föđurnafniđ rétt á skjánum.

Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ha?

Var ţetta sýnt einhvers stađar? 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.12.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Mér fannst ţiđ álitsgjafarnir standa ykkur vel, nema ađ ég var ósammála Gísla, ţessum unga manni sem var greinilega fylgjandi stjórninni.  Ég er sammála ţví ađ Hörđur Torfason sé hetja, ég hef mćtt á alla mótmćlafundina nema ţann fyrsta.  Burt međ spillingarliđiđ.

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 31.12.2008 kl. 03:32

4 Smámynd: Guđrún Stella Gissurardóttir

Tókst ţig vel út - áramótakveđja ađ vestan:

Vćskileg króna og vesöl ţjóđVart áriđ út ţau hjaraLeikur er allur og ţeirra  ljóđ launin evrópsk ţrćlasnara Út ţeir vilja, Evrópa međÚtrásarinnar nýji kafliŢótt leiki bara lítiđ peđÍ leikfléttunar tafli Bjartur og Birta sig gefi nú framm til bjargar ţjóđinni smáuAldrei aftur stórkarla jammÚr sćti falla svo háu gsg

Guđrún Stella Gissurardóttir, 31.12.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ţú stóđst ţig međ sóma Salvör. Mikiđ er leiđinlegt ađ heyra ađ fólk međ músarhjörtu sé ađ trufla ţig (öđru nafni stjáklarar). Ţađ eru yfirleitt bleyđur sem láta ţannig.

Anna Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband