Sagan um Ísland (2008) og Vínland hiđ góđa (2010)

Sagan segir ađ fyrir meira en ţúsund árum komu forfeđur Íslendinga úr Noregi, ţeir voru ađ flýja norska hárprúđa kónga sem settu skatt á ţegna sína, ekki  velferđarskatta til ađ dreifa afrakstri vinnunnar um samfélagiđ og jafna lífskjörin heldur hrifsiskatta sem kóngar tóku til ađ geta haldiđ áfram ađ vera kóngar og snyrta hár sitt og hafa um sig hirđ og halda hirđskáld sem sem skálduđu upp hetjusögum um ţá.

Ţúsund ár eru langur tími fyrir fólk. En í heimi ţar sem lífiđ sem viđ ţekkjum er bundiđ viđ  örsmáa plánetu inn í örsmáu sólkerfi sem sjálft er inn í einni af fjölmörgum vetrarbrautum, heimi ţar sem sólin örsmáa er 200 milljónir ára ađ fara hring um okkar vetrarbraut, heimi ţar sem okkar vetrarbraut er bara ein af  um 100 milljörđum  af vetrarbrautum ţá eru ţúsund ár dagur og einn dagur sem ţúsund ár og jarđlífiđ  er andartak ţar sem lífiđ lýtur dauđanum og allt byrjađi í örlitlum punkti.

Árin ţúsund er hćg ađ setja inn í sögu og nú skálda ţeir sem eftir sátu í gamla landinu upp andhetjusögur um ţá sem flúđu  Noreg fyrir ţúsund árum.  Nýjasta sagan er gođsaga og gleđisaga um peningaspiliđ sem barst um heiminn frá Íslandi og hún er birt hérna  Soga om islendingane og det store pengespelet

Hvernig grínsögur munu Norđmenn segja um Vínland hiđ góđa áriđ 2010? Halda Norđmenn og Bretar og Bandaríkjamenn ađ ríki sín séu svo voldug og stór ađ ekkert muni ţeim granda? Saga siđmenninga og ríkja í hinu örsmáa mannlífi á hinni örsmáu plánetu er ekki löng en samt hafa siđmenningar dáiđ út og borgir lagst í eyđi og tíminn afmáđ spor um menningu sem einu sinni var. Ţví flóknara og samtengdara sem samfélagiđ er ţeim mun viđkvćmara er ţađ fyrir ţví ađ brotna niđur.

Rússar vita vel ađ voldug og stór menningarríki geta liđast í sundur á örskömmum tíma.  Landakort heimsins og heimsmyndin breyttist međ hruni Íslands og landiđ fćrđist einhvers stađar langt út í haf, miklu lengra út en ţađ var áđur.

En hvernig lítur landakortiđ fyrir landiđ sem Leifur heppni fann á ferđum sínum fyrir ţúsund árum? Verđur ţađ skráđ á kort eins og ţessi grein segir frá? 

As if Things Weren't Bad Enough, Russian Professor Predicts End of U.S. - WSJ.com

 

 

 



 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband