Krónuspil í krónubréfahagkerfi

Íslenska ríkið með fulltingi IMF stjórnar nú öllu peningamarkaðskerfi og athafnalífi á Íslandi með  inngripum  og ríkisforsjá sem minnir á Sovétið á tímum fimm ára áætlanabúskapar. Munurinn er hins vegar í fyrsta lagi sá  að hér er engin fimm ára áætlun, hér  eru bara krónufleytingar og skammtímareddingar frá degi til dags og í öðru lagi þá er þá er markmið efnahagsstjórnar á Íslandi í daga  ekki að byggja upp styrkar stoðir undirstöðuatvinnuvega og ná meiri framlegð eins og Sovétstjórnin gerði í stáliðnaði á sínum tíma  heldur er æðsta markmið í íslenskri peningastjórn núna að hafa áhrif á eigendur krónubréfa svo þeir æði ekki af stað úr landi eins og stormsveipur og skipti bréfum úr krónum yfir í aðrar myntir.

Hversu lengi getur svona gervihagkerfi haldist uppi?
Hver á þessi krónubréf?


Er ekki best fyrir Íslendinga til langs tíma að keyra gengið í botn núna og hafa vexti hér sem lægsta til að hrekja þetta fjármagn sem fyrst út úr íslensku efnahagslífi með sem mestu tapi fyrir þá sem eiga þessi krónubréf?

Þetta er kýli í íslensku hagkerfi sem er nauðsynlegt að stinga á sem fyrst.

Þá fyrst getum við farið að tala um alvöru uppbyggingu hérna, ekki uppbyggingu sem er byggð á bólupeningum sem þyrlað er til og frá svo verðmætin virki margfalt meiri en þau eru raunverulega.

Það er ekki slæmt í sjálfu sér að hingað komi erlend fjárfesting. Mörg verkefni t.d. virkjanir og önnur stór mannvirki eru svo stór að  hin litla íslenska kerfi ræður ekki við að afla fjár á markaði innnanlands. Peningar sem notaðir eru til fjárfestinga á Íslandi eiga að vera fjárfestir hérna vegna þess að fjárfestingin sjálf gefur arð, ekki að arðurinn sé uppblásin bóla, tilkomin vegna gengismunaviðskipta og spákaupmennsku um þannig viðskipti. 

Hér er ágæt grein í viðskiptablaðinu sem lýsir ástandinu og því að það er ekki gott að kætast um of vegna styrkingar á gengi núna, það getur verið mikið svikalogn. 

En fyrir almenning á Íslandi þá er ömurlegt að búa í hagkerfi og samfélagi sem er miðstýrðara og niðurnjörvaðra en argasta kommúnistaríki og fjötrarnir og stýringin er tilkomin vegna þarfa og hagsmuna þeirra erlendu fjárfesta sem hér eiga fé.

Þegar lyga- og blekkingarvefur núverandi ríkisstjórnar er skoðaður fyrir hrunið þá sést vel við hverja forsætisráðherra var að tala þegar hann kom fram í íslenskum fjölmiðlum rétt fyrir hrunið og gerði lítið úr stóralvarlegri fjármálakreppu. Hann kallaði þá ástandið mótvind.

Han var ekki að tala við íslensku þjóðina.

Hann var að róa erlenda eigendur krónubréfa. 


mbl.is Krónan styrkist áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband