Lánið sem er rúmlega 1 % af því sem norskir fjölmiðlar segja heiminn tapa á íslenska bankahruninu

verden-taper.jpgÉg átta mig ekki á upphæð þessa láns, dugar þetta til að halda krónunni á floti? Ég átta mig heldur ekki á stærðargráðum íslenska bankahrunsins, núna er fyrirsögn á fjármálavef norskum n24.no Verden taper 350 000 000 000 pa Islands banker.

Er það sem sagt um 1 % af því sem sagt er að heimurinn tapi á íslenska bankahruninu sem Norðmenn eru núna að lána íslenska ríkinu.

En Norðmenn eru vinir og líka bandamenn til að verja norræna hagsmuni á Norðurslóðum.  Norðmenn og Færeyingar eru vinir okkar Íslendinga og okkar hagsmunir fara oftast saman.

Ég er þakklát öllum sem koma Íslendingum til bjargar til að reisa efnahag þjóðarinnar úr rústum. 

Það breytir því samt ekki að mér finnst það alþjóðlega fjármálakerfi sem við lifum í vera stórbilað. 


mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta átti ekki að koma fyrr en eftir að lán IMF var tilkynnt. Og Svíar og Danmörk fylgja í kjölfarið sem og sennilega Rússar ásamt fleirum þannig að allt í allt verður þetta um 700 milljarðar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Norska lánið er um 1/3 af láni IMF, svo þetta er nú ágætt hjá vinum okkar og frændum

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband