Lúkasinn tekinn á bankamenn

Bankamenn á Íslandi  liggja vel við höggi þessa daganna. Þúsundir þeirra hafa misst vinnuna, margir hafa misst aleiguna vegna þess að þeir settu sparifé sitt í fyrirtækið sem þeir unnu hjá. Þar að auki þurfa þeir að þola að gert er lítið úr starfi þeirra og þeir málaðir upp sem ótíndir glæpamenn. Flestir bankamenn munu á undanförnum árum hafa talið sig vinna þarft verk í athafnalífi Íslendinga og svo virtist sem þar kæmu verðmætin fram. Það eru aðeins örfáir bankamenn sem hafa með fengið svimandi upphæðir, ekki í kaupi heldur með kaupréttarsamningum. En nú er staðan þannig að flestir ef ekki allir sem voru auðjöfrar áður eru ekki borgunarmenn fyrir skuldum sínum.

Það hefur hins vegar magnast upp mikil umræða, umræða sem byrjaði í athugasemdum á bloggi á Silfri Egils á þá leið að bankamenn fengju einhver sérstök fríðindi og yfirhilmingu til að passa að þeir verði ekki gjaldþrota. Svo virðist að tölvupóstar þjóti manna á milli um það.

Þessar sögusagnir eru auðvitað alvarlegar en nú hefur Fjármálaráðuneytið svarað þeim og sennilega kemur ítarlegra svar í fréttum og Kastljósi kvöldsins. Ef það er ekkert hæft í þessum sögum og engar skuldir vegna hlutabréfakaupa hafi verið niðurfelldar  þá verður ekki annað sagt en að nú hafi lúkasinn verið tekinn á bankamenn.

Það að margir segi sömu söguna og hún ómi til manns úr öllum áttum þýðir ekki endilega að hún sé sönn.

Það er hins vegar mannúðlegt og eðlilegt að gera einhverjar ráðstafanir vegna bankamanna sem og annarra þjóðfélagsþegna sem verða gjaldþrota. Ný gjaldþrotalög geta hjálpað því fólki sem og öðru gjaldþrota fólki.

Uppfært

Rúv segir frá því að í september áður en bankinn fór í þrot hafi skuldir fjölda bankamanna verið afskrifaðar hjá Kaupþingi. Það verður að teljast undarlegt og sennilega saknæmt ef banki afskrifar skuldir starfsmanna án þess að farið sé eftir einhverjum reglum.

Sjá einnig frétt á visir.is


mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er eimmitt málið að allir sitji við sama borð.  Hvað bankastarfsmenn varðar fengu þeir sem misstu vinnuna "sérmeðferð" eða réttara sagt þriggja mánaða uppsagarfrest greiddan af ríkinu.  Þetta fá ekki þær þúsundir sem missa vinnuna vegna gjaldþrota út á hinum almenna vinnumarkaði.

En ekki er hægt að vera annað en samála þér þegar þú segir;  "Það er hins vegar mannúðlegt og eðlilegt að gera einhverjar ráðstafanir vegna bankamanna sem og annarra þjóðfélagsþegna sem verða gjaldþrota. Ný gjaldþrotalög geta hjálpað því fólki sem og öðru gjaldþrota fólki."

Magnús Sigurðsson, 3.11.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það virðist eitthvað undarlegt hafa gerst hjá Kaupþingi, skuldir afskrifaðar þar. En fjármálaeftirlitið hefur ekki samþykkt það.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: H G

Það er gömul áróðursaðferð að setja fyrst fram kenningu um skoðanir e-s og ráðast svo á þær. Enginn - endurtek - enginn - hefur sakað almenna bankamenn um misferli. Á nú að beita þeim gegn gagnrýni á bitlinga og svindl vegna banka"elítunnar" ?   Mun nokkurn tíma takast að uppræta nokkuð af spillingunni?

H G, 3.11.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samsæriskenningin snýst um að FME hafi samþykkt afskriftirnar. Hvað einstaklingar innan bankakerfisins kunna að hafa gert fyrir fall bankanna er ómögulegt að fulkyrða strax. Þetta verður væntanlega rannsakað gaumgæfilega og ef eitthvað saknæmt finnst þá verður það meðhöndlað sem sakamál

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 21:05

6 identicon

Þörf áminning hjá þér Salvör, það borgar sig ekki að hrapa að ályktunum. Fréttir í kvöld virðast þó staðfesta að Kaupþingsstjórn hafi afskrifað skuldir starfsmanna sinna. Fyrir utan siðleysið þá eru það mikilvægar upplýsingar ef það hefur gerst einhverjum vikum fyrir hrunið. Opinber söguskýring er að Kaupþing hafi fallið vegna beitingu hryðjuverkalaganna í Bretlandi. En hafi stjórnin gefið upp skuldir starfsmanna nokkrum vikum fyrr eru það ótvíræðar vísbendingar um að Kaupþingsmenn vissu um gjaldþrotið mun fyrr en áður hefur komið fram.

Sniðugt hugtak, að taka lúkasinn á einhvern.

Páll Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Óskar: Það virðist hafa verið mjög einkennilega staðið að málum í Kaupþingi og það getur ekki verið annað en saknæmt athæfi ef meint atferli að strika yfir skuldir er rétt. Þannig má banki varla hegða sér. Ég get ekki ímyndað mér annað en þetti þýði lögsókn og sennilega að þeir einstaklingar sem fengu niðurfelldar skuldir séu í mjög vondum málum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 22:57

8 identicon

Já ég væri til í að fá eitthvað af mínum skuldum niðurfelldar hjá Kaupþingi.  Ég er með húsnæðislán hjá þeim sem heldur áfram að hækka meira eftir því sem ég borga meira af því.  Af hverju var verið að þjóðnýta gjaldþrota banka.  Við þjóðin eigum sem sagt núna að borga skuldir bankanna okkar og einnig að halda áfram að borga okkar skuldir til þeirra án nokkurrar miskunnar eða niðurfellingar, jafnvel þótt fasteignirnar séu orðnar verðlausar.  Og svo fær maður svona fréttir, að þeir hafi niðurfellt skuldir háttsettra starfsmanna. 

Heiðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:40

9 identicon

... mikið hlýtur hún Birna bankastýra að vera ánægð með þig núna Salvör mín

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 07:00

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Minni enn og aftur á það að árásinni með tölvupóstinum var beint fyrst og fremst að FME og pólitíkusum í rikisstjórninni. Skiftir það engu máli núna?

Að einhverjir fjárglæfra og óreiðumenn hafi með leynimakki rétt fyrir hrun bankanna reynt að skjóta undan miljörðum eru vissulega alvarlegar fréttir, en þó hjóm eitt miðað við ásakanir slefberanna, ekki gleyma því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband