Aukabólur og ættartengsl

Fjármálamarkaður heimsins er morkinn. Það er einhvers konar skuldaverksmiðja og skuldadreifing í gangi sem flytur fjármagn með leifturhraða milli landa og steypir heilum þjóðum í glötun.  Fjármagn sogast á milli staða, leysist upp og safnast saman og líkamnast í eldglæringum eins og skrímsli sem engu eirir. En hér á Íslandi eru margs konar aukabólur sem magna upp áhrifin. Ein af þeim var þegar fjárglæframennirnir versluðu hver við annan eða við sjálfan sig til að búa þannig til verð á hlutabréfum sínum svo þeir gætu farið í meiri skuldsettar yfirtökur. Ein aukabólan er svo  tengd genginu. Hér á Íslandi stunduðu íslensku bankarnir líka "carry trade" og versluðu við sjálfa sig á sama hátt og kaupahéðnarnir pumpuðu upp verðið á hlutabréfum. Þetta heitir á bankamáli eitthvað  "...afleiðutengdra skuldabréfa, í flestum tilfellum, þar sem ávöxtunin vex eftir því sem krónan veikist."

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hve undirstöður íslenska fjármálakerfisins voru hæpnar og hve undarlega þeim hefur verið stjórnað. Og hve nátengd stjórnun bankanna og stórra fyrirtækja á Íslandi er stjórnmálamönnum m.a. í gegnum fjölskyldutengsl.  Víst er Ísland lítið land og víst erum við öll meira og minna skyld en það er samt afar, afar einkennilegt hvernig margir af þeim sem hafa stýrt Íslandi undanfarin ár eru tengdir. Reyndar er það svo að Ísland virðist hafa verið rekið sem einhvers konar sjeikasamfélag eins og Saudi-Arabía þar sem gæðum samfélagsins var dreift eftir einhvers konar ættbálkum til karla sem voru í ættbálknum eða tengdust honum gegnum mægðir.

Það verður verðugt rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að rannsaka samspil ríkisvalds og athafnalífs í gegnum fjölskyldutengsl.

Núna er því miður ástandið þannig í íslensku samfélagi að almenningur hefur litla ástæðu til að treysta þeim sem stjórna landinu.  það er hins vegar eðlileg krafa almennings að þeir sem núna telja sig vera að slökkva elda séu ekki í leiðinni að bjarga einhverju góssi úr eldinum og koma því fyrir hjá aðilum sem stjórnvöld hafa velþóknun á.

Gilda hæfisreglur bara í útför útrásarinnar (HuX)


mbl.is Veðjuðu á veikingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er tengdasonur Björns Bjarna ekki Guðjónsson en ekki Sigurðsson - ertu ekki að rugla saman mönnum?

Flosi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:08

2 identicon

Er ekki svoldill galli á þessari samsæriskenningu að Hreiðar Már tengdasonur Bj.Bj. er Guðjónsson en ekki Sigurðsson eins og sá sem var í bankanum?

Hriflungur (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jú, ég er að rugla saman mönnum. Fegin er ég, þetta er ekki eins slæmt og ég hélt

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Tók út nöfn , hálfneyðarlegt þegar ég er farin að rangfeðra fólk og búa til tengsl þar sem engin tengsl voru fyrir. Víst er að tengdasonur dómsmálaráðherra og eiginmaður menntamálaráðherra voru millistjórnendur í bönkum. En það unnu nú líka þúsundir hjá íslenskum bönkum svo það er nú engin fjölskylda þar sem einhver var ekki (eða er) að vinna í bönkum.

En sem sagt, ekkert hægt að gera nema viðurkenna mistök og læra af þeim.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband