Pappírsblađaútgáfa á fallanda fćti - Rannsóknarblađamennska undanfarinna ára

Sennilega verđur ţađ einn angi af heimskreppunni sem núna geisar ađ ţađ dregur mjög úr útgáfu dagblađa og tímarita. Ţessi útgáfumáti er á fallandi fćti eins og íslenska krónan. Ţađ eru auglýsendur og hagsmunaađilar sem halda uppi fjölmiđlum og auglýsa vörur sínar ţar. Ef eftirspurn eftir nánast öllum vörum og sérstaklega lúxus vörum og merkjavörum dregst saman eins og hún gerir óhjákvćmilega í kreppu ţá brestur grundvöllur undan útgáfunni.

Ţar ađ auki munu lesendur spara viđ sig og ţeir eru líka smán saman ađ venjast öđru umhverfi, ţađ eru ađ vaxa upp kynslóđir sem vilja fá fréttir, umrćđu og umfjöllun á netmiđlum og pappírsútgáfan getur ekki margt sem netútgáfan getur. Satt ađ segja er erfitt ađ sjá hvađ pappírsútgáfan hefur fram yfir nema ađ ţađ er auđveldara ađ halda á blađi  en á móti kemur ađ í netvćddum heimi ţar sem mađur getur veriđ víđast hvar í sambandi og međ litlum ódýrum fartölvum ţá er ţetta ekki mikiđ atriđi.

Ţađ er hins vegar mikiđ áhyggjuefni mitt hverjir ráđa orđrćđunni í íslensku samfélagi, hverjir ráđa yfir hinum nýju netsamfélögum  fréttatens efnis og hverjir ráđa yfir útvarps- og sjónvarpsfréttamiđlum.

ţađ er ekki ennţá búiđ ađ selja burt og eyđileggja allar auđlindir Íslands og ţar er fyrirsjáanlegt ađ ţađ eru margir sem vilja komast ţar ađ borđi. Ţađ hefur veriđ hverjum manni sjáanlegt ađ ţađ hefur veriđ einkennilega stađiđ ađ fjölmiđlun á Íslandi á undanförnum árum m.a. hafa ţeir sem núna er taliđ ađ steypt hafi ţjóđinni í glötun međ viđskiptabrölti sínu í útlöndum og hér innanlands haft og hafa ennţá tangarhald á fjölmiđlum. Ţannig hafa ţeir tryggt sér hliđholla umfjöllun og ţá ekki síđur ađ ţagađ vćri yfir ţví sem hefđi átt ađ vekja áhuga og eftirtekt rannsóknarblađamanna.

Sömu lögmál gilda um netmiđla og netsamfélög og hefđbundna fjölmiđla. Sá sem rćđur yfir ţeim getur ráđiđ umrćđunni og ţaggađ og magnađ upp raddir sem ţjóna hagsmunum eigenda/stjórnendum slíkra samfélaga. 

ţađ er ekkert gagn ađ rannsóknarblađamanni sem er á mála hjá ţeim sem ţarf mest ađ rannsaka. 


mbl.is Árvakur fćkkar störfum um 19 og lćkkar laun stjórnenda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband