31.10.2008 | 13:49
Pappírsblaðaútgáfa á fallanda fæti - Rannsóknarblaðamennska undanfarinna ára
Sennilega verður það einn angi af heimskreppunni sem núna geisar að það dregur mjög úr útgáfu dagblaða og tímarita. Þessi útgáfumáti er á fallandi fæti eins og íslenska krónan. Það eru auglýsendur og hagsmunaaðilar sem halda uppi fjölmiðlum og auglýsa vörur sínar þar. Ef eftirspurn eftir nánast öllum vörum og sérstaklega lúxus vörum og merkjavörum dregst saman eins og hún gerir óhjákvæmilega í kreppu þá brestur grundvöllur undan útgáfunni.
Þar að auki munu lesendur spara við sig og þeir eru líka smán saman að venjast öðru umhverfi, það eru að vaxa upp kynslóðir sem vilja fá fréttir, umræðu og umfjöllun á netmiðlum og pappírsútgáfan getur ekki margt sem netútgáfan getur. Satt að segja er erfitt að sjá hvað pappírsútgáfan hefur fram yfir nema að það er auðveldara að halda á blaði en á móti kemur að í netvæddum heimi þar sem maður getur verið víðast hvar í sambandi og með litlum ódýrum fartölvum þá er þetta ekki mikið atriði.
Það er hins vegar mikið áhyggjuefni mitt hverjir ráða orðræðunni í íslensku samfélagi, hverjir ráða yfir hinum nýju netsamfélögum fréttatens efnis og hverjir ráða yfir útvarps- og sjónvarpsfréttamiðlum.
það er ekki ennþá búið að selja burt og eyðileggja allar auðlindir Íslands og þar er fyrirsjáanlegt að það eru margir sem vilja komast þar að borði. Það hefur verið hverjum manni sjáanlegt að það hefur verið einkennilega staðið að fjölmiðlun á Íslandi á undanförnum árum m.a. hafa þeir sem núna er talið að steypt hafi þjóðinni í glötun með viðskiptabrölti sínu í útlöndum og hér innanlands haft og hafa ennþá tangarhald á fjölmiðlum. Þannig hafa þeir tryggt sér hliðholla umfjöllun og þá ekki síður að þagað væri yfir því sem hefði átt að vekja áhuga og eftirtekt rannsóknarblaðamanna.
Sömu lögmál gilda um netmiðla og netsamfélög og hefðbundna fjölmiðla. Sá sem ræður yfir þeim getur ráðið umræðunni og þaggað og magnað upp raddir sem þjóna hagsmunum eigenda/stjórnendum slíkra samfélaga.
það er ekkert gagn að rannsóknarblaðamanni sem er á mála hjá þeim sem þarf mest að rannsaka.
Árvakur fækkar störfum um 19 og lækkar laun stjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.