Góð veð og Rússalán

Það eru myrkir tímar í fjármálum íslensku þjóðarinnar.  Það er ekki langt síðan seðlabankastjóri lýsti fyri í sjónvarpi að einn banki þ.e. Kaupþing hefði fengið lán frá bankanum í nokkra daga gegn mjög góðum veðum. Nú hefur komið í ljós að þau veð eru ekki mikils virði og Seðlabankinn mun væntanlega tapa miklu. Einnig batt seðlabankastjóri þá vonir við Rússalán og viðræður höfðu farið fram um það. Nú hafa skipast veður í lofti. Rússar eru í afar slæmri stöðu sjálfir vegna heimskreppunnar og vegna þess að mjög mikil lækkun hefur verið a olíuverði þannig að fremur ólíklegt verður að teljast að Rússar geti eða vilji lána núna.

Það má líka minna á að fleiri en einn af útrásarvíkingum og þeim sem stýrðu bönkum fyrir hrunið hafa álasað seðlabankanum fyrir að hafa ekki lánað þeim þrátt fyrir öruggar tryggingar. Þessar tryggingar kallaði Davíð seðlabankastjóri  eins og öruggar  og ástarbréf í frægu Kastljóssviðtali. En tryggingar sem hann og aðrir í Seðlabankanum mátu gulltryggar reyndust ekki vera það og lánamöguleikar hjá Rússum eru sennilega ekki fyrir hendi.

Nú ætlast ég ekki til að neinn bankamaður, athafnamaður eða stjórnmálamaður hafi séð fyrir það gjörningaveður sem geysað hefur í fjármálaheiminum en ég held að það sem er að gerast fyrir framan augun á okkur sýni að fjármálastofnanir eru allt of máttlitlar og óburðugar stofnanir og það gengur ekki í nútíma þjóðfélagi alheimsvæðingar að hafa  einhvern svona lítill gjaldmiðil sem getur blásið út aukabólur.  Hagstjórn undanfarinna vikna á Íslandi hefur verið í meira lagi undarleg. það er reyndar þröng staða sem hér er vegna verðtryggingar lána, það er búið að byggja inn í kerfið að hver einasti Íslendingur sem eitthvað skuldar og aflar hér tekja fær stórkostlegan skell. Sumir missa vinnuna en á sama tíma þá hafa eignir allra verið niðurskrifaðar um tugi prósenta og skuldir hækka eftir gengi eða verðbólgu. Kaup þeirra sem þó halda vinnunni hefur lækkað um tugi prósenta gagnvart kaupi erlendis vegna gengisskráningar.

Kerfið hérna er skrýtið og öðruvísi og eins og alltaf þá hefur hagsveifla heimsins magnast upp á Íslandi. En núna  komið að þolmörkum.


mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband