Fundur Samfylkingarinnar

Fundur Samfylkingarinnar stendur núna yfir á Grand Hótel og ég bý hinu megin við götuna. Þess vegna brá ég mér á fundinn þó ég sé nú ekki flokksbundin lengur í Samfylkingunni. Margir af félögum mínum úr Kvennalistanum í gamla dagar eru núna í fylkingarbrjósti í Samfylkingunni og óska ég þeim velfarnaðar til allra góðra verka. Það er gott að Ingibjörg Sólrún er komin heim og vonandi nær hún sem fyrst góðri heilsu aftur. Ísland þarf á öllum leiðtogum sínum og hugsuðum að halda núna og það er svo sannarlega ekki stefna og hugsjónir Ingibjargar Sólrúnar sem steyptu þjóðinni í þær aðstæður sem við erum í núna. Þaðan af síður getur enginn kennt Jóhönnu Sigurðardóttur um þessar aðstæður og Jóhanna hefur alltaf verið tákn fyrir félagshyggju innan Samfylkingar. Svo er ekki hægt annað en dáðst að því hve Björgvin viðskiptaráðherra virðist tala af rósemi og yfirvegum og skilningi þessa daganna.

En fáir geta á móti mælt að innan Samfylkingarinnar hafa undanfarin misseri talað hátt og kröftuglega raddir sem vilja hegða sér eins og örgustu markaðshyggjumenn, aðilar sem hafa hrifist með í spilakassa lotterí menningu íslensks samfélags, aðilar sem vilja setja auðlindir okkar í einhvers konar áhættusjóð sem hægt er að nota sem spilapeninga í fjárfestingum í fjarlægum löndum, löndum þar sem stjórnarfar er sums staðar mjög spillt.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessu trúi ég ekki upp á þig Salvör. Hver voru svör Ingibjargar við þeirri spurningu fréttakonunnar, af hverju ríkisstjórnin hefði ekkert gert með skýrslur erlendra hagspekinga sem sögðu hagkerfi okkar að hruni komið og við því yrði að bregðast hratt? Jú, hún svaraði því til að þetta hefði enginn séð fyrir og að þetta væru nú svona þessar eftiráskýringar!

Má ég benda þér á að við þessu vöruðu fulltrúar Frjálslyndra og Vinstri grænna þrásinnis í sölum Alþingis. Og að Ögmundur Jónasson krafðist þess að fjármálarskstur íslensku bankanna á erlendri grund yrði aðskilinn íslensku efnahagskerfi vegna þeirrar áhættu sem í því væri fólginn.

Í því alvarlega ástandi sem þjóðin stendur nú frammi fyrir má okkur ekki leyfast að moka yfir sannleikann. Við stöndum nú frammi fyrir afleiðingum pólitískrar stefnu í hagstjórn. Það leggur okkur öllum á herðar að spyrja okkur þess hvort þessi stefna hafi verið rétt eftir allt og hvort ekki hafi annað verið í boði.

Það er nefnilega ekki annaðhvort Stalín eða Adam Smith.

Árni Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Salvör.

Ein helsta ástæða þess ástands sem nú er uppi er handónýt stjórnarandstaða sem Samfylkingin gerði sig seka um að vera allt síðasta kjörtímabil, sem stærsti stjórnarandstöðuflokkur í landinu þar sem persónulegt nag einkum í garð Davíðs einkennd mál öll án afstöðu til mála eins og fiskveiðistjórnar og atvinnu um landið allt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2008 kl. 02:11

3 identicon

Salvör. Þegar Ingibjörg Sólrún var spurð að því af fréttamönnum út í kAupmannahöfn í mars svaraði hún: "Sumir halda því fram að bankarnir séu of stórir fyrir landið, og núverandi órói muni hafa í för með sér alvarlege efnahagskreppu  í Íslensku samfélagi. Að minni hyggju er enginn fótur fyrir þessum ótta." Þetta sagði hú í mars. Þegar hún var í stjórnarandstöðu og var að gagnrýna Kárahnjúkavirkjun sagði Ingibjörg Sólrún." Að mínu viti er þetta ekki sú framtíð sem við viljum sjá að fólk vinni í álverksmiðjum. Að minni hyggju væri nær að auka útrásina á Íslensku hugviti, það hefur sýnt sig að við erum full fær um það og það er framtíð sem mér hugnast betur." Svo mörg voru hennar orð. En ég tek undir með þér að ég óska Ingibjörgu góðs bata og við þurfum á henni að halda. Og hvar í flokki sem við stöndum þá þurfum við núna að vera ein samhennt þjóð.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 06:55

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Árni og Ómar: Ingibjörg Sólrún er vissulega sek um það sama andvaraleysi sem einkennir alla ríkisstjórnina. Hugsanlega voru þau að blöffa, mjög líklega vissu þau að þetta kerfi stóð á brauðfótum og vissu að það gæti fallið við hið minnsta högg t.d. ef íslenskur ráðherra lýsti því yfir að það væri ótraust. Enginn ráðherra hefur viljað vera í þeim sporum að veita slíku kerfi náðarhöggið. Núna keppast íslenskir ráðamenn við að búa til söguna, söguna um að Gordon Brown hafi fellt Kaupþing. En það er það sama með íslensku bankanna og gengisfellingar fyrri ára á Íslandi. Bankarnir voru löngu fallnir og gengið  löngu fallið áður en til opinberra aðgerða kom. Bankar eru búnir til úr trausti. Gengi gjaldmiðla er líka byggt á trausti.

Það er hægt að blöffa upp gengi krónunnar í einhvern tíma og það er hægt að blöffa með stöðu íslensku bankanna á erlendri grunu í smátíma. Hins vegar þegar blöffið virkar ekki lengur þá virkar það öfugt. Blöffið gjaldfellir traustið sem var dýrmætasta eignin á bak við banka og gjaldmiðill.

En Ingibjörg Sólrún var hvorki fjármálaráðherra né forsætisráðherra. Þau embætti hljóta að bera mesta ábyrgð. Þau hefðu eðli málsins samkvæmt átt að vera meira á verði en aðrir. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.10.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Auk fjármálaráðherra og forsætirsráðherra þá er viðskiptaráðherra líka ábyrgur fyrir að hafa ekki staðið á vaktinni. Fjármálaeftirlitið heyrir undir viðskiptaráðherra, sjá http://www.fme.is/

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.10.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðherra.  Ábyrgð forsætisráðherra er mun meiri en fjármálaráðherra. Sjá þetta: 

Yfirstjórn Seðlabankans er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. 

Í bankastjórn sitja þrír bankastjórar, skipaðir af forsætisráðherra. Ráðherra skipar formann bankastjórnar. Bankastjórn ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum helstu málefnum hans, þ.m.t. um stefnuna í peningamálum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.10.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband