Sjóður handa komandi kynslóðum?

Núna þegar Íslendingar vita ekki hvort þeir verða hnepptir í skuldaánauð í margar kynslóðir út af einhverjum netbankareikningum sem við vissum fæst hver að væru til og þaðan af síður að þeir kæmu okkur eitthvað við þá er rétti tíminn að rifja upp greinaskrif Helga Hjörvars Samfylkingarfrömuðar um hinn mikla fjárfestingarsjóð sem ætti að búa til með því að selja allar orkulindir Íslendinga.  Við vitum núna að litlum hópi manna tókst að búa til risastóran vogunarsjóð úr Íslandi og spila í alþjóðlegu fjárhættuspili um eignir og tekraujur og framtíðartekjur Íslenska ríkisins.

Ég rifjaði upp hvernig fór fyrir  Raufarhöfn þegar það pláss ætlaði að búa til baktryggingasjóð og seldi frá sér kvótann og lagði hann í áhættufjárfestingar. Hvar er sá sjóður núna?

Sjá bloggið  Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar

 

Við skulum líka fylgjast vel með hvernig fer fyrir Selfoss og þeim hluti sem það sveitarfélag átti í Hitaveitu Suðurnesja. Hvar er það fé núna? 

Egill Helgason sem sumir kalla þjóðarsál Íslands fannst þetta sniðug hugmynd hjá Helga að búa til risavogunarsjóð  úr auðlindum Íslendinga og skrifaði 24. september síðastliðinn:

"Fyrir utan að þetta gæti verið ráð fyrir þjóð sem horfir fram á erfiða kreppu til að laða hingað erlenda fjárfesta og fjármagn sem okkur sárvantar".

Vill Egill ennþá selja frá sér allar auðlindir Íslands og nýta þær fyrir Íslendinga á sama hátt og kvótasalan nýttist Raufarhöfn og hitaveitusalan nýttist Selfossi? 


mbl.is „Það er búið að þurrausa sjóðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverð fréttin í MBL í dag í þessu sambandi, um lausafé líknarfélaga. Sum höfðu sett hluta af því í peningamarkaðsbréf - ekkert allt. Gömul fjárfestingasannindi tala um að maður eigi að eiga þriðjung í gulli, þriðjung í öruggum hávaxtareikningi eða ríkisskuldabréfum og þriðjung má fjárfesta með í vogunarsjóðum.

Eins og þú bentir á, þá höguðu margir fjárfestar (sbr. Raufarhöfn) sér trauðla þannig. Í þessu sambandi fannst mér furðulegt að heyra viðskiptafræðing á vegum einhvers lífeyrissjóðs eða sveitarfélags tala um að peningamarkaðsbréf hafi verið seld sem "örugg" fjárfesting. Ég minnist þess, að þegar ég spurði Björn útibússtjóra um fjárfestingaleiðir fyrir viðbótarsparnaðinn f. nokkrum árum, þá talaði hann um áhættu í sambandi við peningamarkaðsbréfin. Meiri áhættu en af ríkistryggðum vöxtum í ríkistryggðum bréfum. Þessvegna gáfu þau hærri vexti.

Ég held að fjárfestar á vegum sveitafélaga hafi í bland verið minna en alsgáðir, þegar þeir sýsluðu með fé almennings, e.t.v. drukknir af útrásarvíni ofurkaupsýslara ... og þjóðin lét heilaþvo sig þannig að jafnvel fermingabörn treystu þessum sjóðum fyrir fjármunum sínum.

Ég held að við höfum öll verið á einu alsherjar græðgisfylleríi og súpum nú seyðið af því að hafa sett kíkirinn á blinda augað.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband