Ofurbloggarar kreppunnar

Ekki veit ég hvers vegna ég ætti að blogga eitthvað um gjaldmiðlaskiptasamninga og ádrátt þar. Þetta virðist vera síðasti blóðdropinn úr gjald(eyris)þrotabúi þjóðarinnar. Einhvern tíma hlýtur botninum að vera náð og einhvern tíma hlýtur að koma að því að stjórnvöld hérlend geri reikningsskil. En á meðan þá leysum við þetta hver á okkar hátt að glíma við ástand sem hefur jafnmikil áhrif á okkur og náttúruhörmungar. Ég blogga og margir aðrir virðast gera það sama.

Ástandið í umheiminum virðist vera bjartsýnna vegna opinberra aðgerða í Evrópu og USA og ég vona að sú bjartsýni vari alla vega svo lengi að eignir bankanna sem koma til móts við skuldir verði ekki að engu sb. þetta 5% tilboð enska hrægammsins sem kom með þyrlu Jóns Ásgeirs til landsins. Ég er ekki mjög bjartsýn á að markaðshækkanir endist nema smátíma, það eru allir komnir í kreppuham og neysla snarminnkar.

En  tilboð breska hrægammsins sýnir hvað verðmæti fyrirtækja og félaga í rekstri getur orðið að engu ef það þarf að leysa þau upp skyndilega og selja eignir hvað sem fæst fyrir það. Ég rifja hérna upp það sem ég lærði í viðskiptafræðinni í gamla daga, það var að bókfært virði eigna ætti að vera varfærnislegt og jafnvel miðast við hvað fengist fyrir eignir við skyndisölu. Þannig var það ekki með íslensku bankana. Þó að Landsbankinn ætti miklar eignir fram yfir skuldir eins og honum var að sjálfsögðu skylt þá virðast þær eignir geta sumar farið núna á miklu minna, bæði hafði hið hrikalega fjármálafárviðri þannig áhrif og svo líka að það þarf að leysa upp erlendan hluta bankans og það stendur yfir eins konar brunaútsala.

Mín aðferð til að takast á við þessar þungbæru hörmungar er að reyna að skilja ástandið með því að skrá það í blogg og reyna að veita tilfinningum útrás á þann hátt. Ég held að blogg geti alveg verið verkfæri fyrir ígrundun  fólks sem mætt hefur miklu andstreymi. Mér finnst hjálpa mér að skrá niður á blogg. Það er mjög erfitt að þola óvissuástand um framtíðina eins og við öll þurfum að þola núna. Við höfum engar forsendur til að meta hversu alvarlegt ástandið er en við höfum  góða ástæðu til að vantreysta því sem íslenskir ráðamenn segja.

En hér gerir baggalútur grín að okkur ofurbloggurum kreppunnar:

 kreppublogg.jpg

 

credit_crunch_america_indians_settlers.jpg

 credit_crunch_sub_prime_us_bailout_bank_collapse.gif

comic_1553_notemps.gif


mbl.is Gjaldeyrisskiptasamningar virkjaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband