14.10.2008 | 12:09
Hvað heimspressan lýgur
Í gær var fyrirsagnaefni víða um heim hvernig stjórnlaust væru rifnar út vörur í verslunum á Íslandi t.d. greinin á bloomberg.com Icelandic Shoppers Empty Shelves as Currency Woes Threaten Food Supplies
Þetta er tómt bull. Þar sem ég hef komið í verslanir hafa þær verið mjög tómar. Ekki af vörum heldur af fólki. Ég held að margir hafi birgt sig upp í síðustu viku einfaldlega vegna þess að við óttuðumst að gjaldeyrisviðskipti myndu stöðvast. Síðan hafa stjórnvöld séð til þess að matur fær forgang og það er engin ástæða til að hamstra. Við erum líka matvælaframleiðsluþjóð og sjálfum okkur nóg með ýmis konar matvæli.
Ég held að verslanir séu tómar vegna þess að fólk dregur líka úr neyslu sinni á matvælum. Ég hugsa að það séu ekki margar veislur haldnar núna og enginn vilji lifa óhófslífi. Ég stend sjálfa mig að því að hugsa núna alltaf þegar ég kaupi matvöru "Er ég að eyða íslenskum gjaldeyri? Get ég notað innlenda vöru í staðinn?"
Það er nú líka þannig að ef við lifum á gæðum jarðar sem eru nálæg okkur og þar sem við þekkjum til hvernig vörur eru framleiddar og hvernig farið er með fólk og dýr og land í framleiðslunni þá erum við líka að efla vistvæna og græna lifnaðarhætti.
En það er ekki logið bara um matvælakaup heldur líka um hlutabréfamarkað á Íslandi. Fréttir Rúv segja okkur að það sé 5% lækkun í dag en auðvitað að bankarnir eru farnir af hlutabréfamarkaði. Hins vegar fullyrðir e24.no að fallið sé 76% sjá þessa frétt Børsen på Island faller 76 prosent
En Ísland heldur áfram að vera í heimspressunni, hér eru fyrirsagnir núna:
Icelanders Sink Under Mountain of Foreign-Currency Loans as Krona Plunges
Finland Avoids Iceland Fate Thanks to Shakeout After 1991 Financial Crisis
Dregur úr smásöluverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Athugasemdir
Yfirlýsingar um hamstur og yfirvofandi vöruskort eru ekkert annað en hvatning til fólks að koma og kaupa sem allra mest! Frá hverjum koma annars yfirlýsingar af þessu tagi?
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:37
Reyndar er þetta satt um markaðinn.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.10.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.