Hvað ef þetta virkar ekki?

Ég er ekki allt of bjartsýn á að leiðtogar Evrópuríkja ráði við kreppuna. Það er bara því miður ekki hægt að planta aftur trausti inn í heila allra jarðarbúa, það eru flestir sem fylgjast með viðskiptum í paník og viðbrögð flestra eru að girða sig sem mest inni og kaupa sem minnst. Þetta þýðir að eftirspurn eftir flestum vörum minnkar. Ríki sem stóðu ágætlega áður og bjuggu ekki við neina lausafjárkreppu finna fyrir því að eftirspurn hefur minnkað á vörum sem þau selja.

En samstillt átak þjóða Evrópu dregur alveg örugglega úr skaðlegum áhrifum. Hins vegar er hagkerfi Evrópu og það kerfi sem fjármagn og fjármagnsupplýsingar flæða eftir mun þróaðra og samtvinnaðra og samhæfðara en stjórnkerfi landanna. Hið samtvinnaða hagkerfi hefur frosið blýfast en það er ekki víst að stjórnvöld ráði við að þýða klakann úr kerfinu. 

Það er áhugavert að lesa umræðuna, Ísland kemur þar víða við sögu. Kreppan er eins gríðarlega hamfarir og tortíming heimsins. Hér er grein á Guardian sem byrjar á því að greinarhöfndur segir frá því að hann hafi farið í sumarfrí en komið í breyttan heim, bankar loguðu stafna á milli og Bretland komið í stríð við Ísland.

Is this the end of the world? If so, it's a bit more boring than I imagined: an invisible apocalypse

 

Great. I go on holiday, turn my back for a few weeks, come back and what has happened? The banks are on fire and we're at war with Iceland.

Bankar og fjármálastofnanir falla eins og spilaborgir, já og reyndar voru þær líka eins konar spilaborgir sem bjuggu til peninga með að velta upphæðum og pappírum til og frá.

Wall Street Journal er með fínt myndrænt kort um hvernig heimskreppan læsir krumlum sínum um heiminn.  

Hér er wikipedia greinar um kreppuna Financial crisis of 2007–2008 og Economic crisis of 2008

Svo eru hérna greinar um hvernig kreppan er í einstökum löndum


mbl.is Ábyrgjast millibankalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband