9.10.2008 | 16:34
Terroristaveiðar Gordon Brown
Gordon Brown og breska ríkisstjórnin hefur sýnt ríkisstjórn Íslands dæmafáa lítilsvirðingu á stund neyðarinnar. Þetta er líka verulega hættulegt og sýnir beint stjórnarhætti í Bretlandi þessa daganna og hve hættulegt það er að eiga þar viðskipti. Ef þér vegnar illa í viðskiptum og kemst í greiðsluþrot þá getur þú átt á hættu að lög um hryðjuverk eigi vil þig og starfsumhverfi þitt. Vonandi áttar heimsbyggðin sig á þessu og vonandi áttar upplýstur breskur almenningur sig á þessu. London er eða var alþjóðleg viðskiptamiðstöð og þar voru sett upp mörg fyrirtæki í eigu erlendra aðila. Ætlar Gordon Brown að nota hryðjuverkalöggjöfina gagnvart þeim öllum ef eitthvað gerist í rekstri þeirra sem hugsanlega verður fyrir því að einhver annar bíði fjárhagslegt tjón? Eða trampar Gordon Brown bara á smáþjóðum þegar þær eru svo niðurkýldar að það er alveg víst að þær geta ekki kýlt til baka.
Mun ríkisstjórn Gordon Brown gera það sama og allar gerræðisstjórnir hafa gert þ.e. smám saman fikra sig upp á skaftið og beita hryðjuverkalögunum á illa stæð bresk fyrirtæki nú og svo smán saman færa sig yfir til almennings. Vei þeim sem ekki getur staðið í skilum í Bretlandi. Gordon Brown mætir með hryðjuverkalögguna til þín og hefur EKKERT fyrir að kynna sér málið áður. Skjóta fyrst og spyrja svo. Það hefur komið í ljós að fjármálaráðherrann Darling panikeraði út af hvernig skilning hann lagði í eitthvað símtal við Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Nú hugsa ég að Árni sé ekkert allt of sleipur í enskunni og það geti vel verið að það hafi verið misskilið það sem hann sagði en aðfarir bresku ríkisstjórnarinnar eru þeim og allri bresku þjóðinni til skammar.
Ekki bara stórmóðgun við Íslendinga heldur líka opinberun á því hvað stjórnarfarið er slæmt í Bretlandi og hvað stjórnvöld þar hika ekki við að beita hryðjuverkalögum gegn hversu sem þeim sýnist.
Um þessi log sem Gordon Brown beitti á íslendinga segir:
Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001
The Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001 (ATCSA) was introduced in order to provide stronger powers to allow the Police to investigate and prevent terrorist activity and other serious crime.
The measures are intended to:
- cut off terrorist funding
- ensure that government departments and agencies can collect and share information required for countering the terrorist threat
- streamline relevant immigration procedures
- ensure the security of the nuclear and aviation industries
- improve security of dangerous substances that may be targeted/used by terrorists
- extend police powers available to relevant forces
- ensure that we can meet our European obligations in the area of police and judicial co-operation and our international obligations to counter bribery and corruption
Read the full text of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act (new window).
Mjög óvinveitt aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Athugasemdir
Salvör. Stríð hafa hafist af minna tilefni en að eyðileggja 1000 milljarða eign þjóðar. Bretar fóru algerlega offari þarna og með einni gerræðislegri aðgerð rústuðu stærsta banka Íslands.
Og ekki bara það, heldur komu fram við okkur sem hryðjuverkamenn væru. Manni bara fallast algerlega hendur við svona. Og Geir bara tekur þessu sem hverju öðru hundsbiti og biður um að leyfa okkur vinsamlegast að stunda viðskipti áfram!!!!!
Henda sendiherra þeirra heim með skömm!!! Tjarga kvikindið og fiðra!
Sigurjón Sveinsson, 9.10.2008 kl. 16:41
Madness? THIS IS ICELAND!
Rúnar Óli Bjarnason, 9.10.2008 kl. 21:55
Sæl.
Ætla mér ekki að taka þátt í umræðunni en er þér sammála um flest sem fram kemur.
Það er hinsvegar örugglega rangt ályktað um enskukunnáttu Árna. Árni hefur að baki 5-7 ára háskólanám í Skotlandi og segir reynsla mér að hann muni að öllum líkindum vera betur mælandi á enska tungu en margur Bretinn.
Ragnar Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:16
Ragnar: Jú, þetta var mikill feill hjá mér með enskukunnáttu Árna. Hann talar frábæra ensku og er meira segja í edinborgar Burns dinners félagi. Við ættum nú að reyna leita til Skota eftir stuðningi. Þeir kunna kannski til verka að verjast yfirgangi Englendinga.
Sennilega hefur þetta mál einhverjar dýpri pólitíska þýðingu en ég skil í augnablikinu. Auðvitað hafa verið fluttir hingað heim sjóðir, bankarnir voru beinlínis beðnir um það síðustu daganna sem látið var að þeir voru með lífsmarki. Það var sagt til að verja krónuna. Stjórnvöld verða að skýra ef það hefur stangast á við einhver lög. Hér á Íslandi er málið þannig að það eru stjórnvöld sem setja lög og í þessu tilviki setja þau náttúrulega beinlínis lög sem henta þeim og gæta hagsmuna íslenskra borgara. Þetta má íslenska ríkið, mér vitanlega hefur það ekki gengist undir neina samninga sem banna það.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.10.2008 kl. 22:49
Það er mikilvægt að koma því til skila að þetta var örlítið brot landa okkar sem kom okkur á kné. Vilhjálmur Bjarnason segir 20-30 manns. 30 manns af 300.000 landsmönnum er um 0,01%, er það ekki? Hvað gerðum við hin 99,99%? Þessu þurfum við að koma til skila til almennings erlendis, ef hægt er. Og það strax.
Ágúst H Bjarnason, 10.10.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.