Hverjar verða afleiðingarnar?

Það hefur miklar afleiðingar á íslenskt efnahagslíf og athafnalíf ef stórt fyrirtæki með krosseignatengsl víða í bönkum og öðrum fyrirtækju verður gjaldþrota eða stefnir í gjaldþrot. Stoðir er stórt fyrirtæki og hefur leikið stórt hlutverk á sviði íslenskra efnahagsmála.

Ég sakna þess að fá ekki strax greiningu á vægi þessarar fréttar fyrir íslenskt athafnalíf. Hverjir missa eigur sínar og hverjir missa vinnu sína? Hvar er fjölmiðlaumfjöllun um þetta?

Skrýtið ef enginn sem er hagsmunaaðili eða gætir hagsmuna almennings sé ekki búinn að taka það saman. Það er ekki eins og þessi frétt komi á óvart. Því miður verður þetta örugglega ekki eina svona válega fréttin sem við fáum á næstunni. 

Það er ekki mótvindur eins og forsætisráðherra kýs að kalla ástandið. Það er heimskreppa. 


mbl.is Stoðir óska eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Annaðhvort eru blaðamennirnir með ritstíflu eða þeir eru í óða önn að selja hlutabréfin sín og taka fé sitt út úr bönkunum og mega hreinlega ekki vera að því að skrifa neitt um málið.

Júlíus Valsson, 29.9.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þegar Stoðir stefna í gjaldþrot þá stefna líka félög tengd þeim þá sömu leið. Þar eru 365 miðlar og Dv http://www.stodirinvest.is/portfolio/

Fjölmiðlafólk áttar sig eflaust á stöðunni en heldur kannski í vonina um að hún sé ekki eins slæm og virðist. Því miður er útlitið svart. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.9.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband