17.9.2008 | 19:16
Týndi biskupssonurinn snýr aftur
Ţegar týndi sonurinn snýr aftur ţá á ađ slátra alikálfinum ţó ađ týndi sonurinn hafi ţóst vera í brjálađri útrás međ obbođslega góđa viđskiptahugmynd á međan hann var bara forfallinn spilafíkill á Netinu. Frćndur okkar Norđmenn fagna núna týnda syninum, hann heitir ekki Bör Börsson eins og hetja bernsku minnar heldur Bjarte Baasland. Bjartur hinn norski byggđi sín sumarhús á hrjóstrugum afréttum netheima og blekkti foreldra sína til ađ senda sér fúlgur fjár.
Biskupinn fađir hans Bjarts er núna gjaldţrota og margir hans ćttingjar.
Spegillinn á RÚV sagđi söguna af Bjarti hinum norska í ţćttinum áđan.
Ţetta er raunasaga af gjaldţrota biskup. Ég skrifađi einu sinni fyrir margt löngu bloggiđ Afveigaleiddur prestur um prest sem mér fannst á glapstigum fjármála. Presturinn varđi rétt sinn til ađ ráđleggja fólki ađ setja fé sitt í fjárglćfra, hann skrifađi Hverjir mega tala um fjárfestingar?
Grein á ensku um Bjarte Baasland
Baasland lost a fortune gambling - Aftenposten.no
Bishop wants prodigal son to come home
Meira um Bjart
Björgunarhringur dugar skammt | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.