15.9.2008 | 20:19
Blóðregn á fjármálamörkuðum
"Banki er stofnun sem lánar þér regnhlíf í sólskini en tekur hana til baka strax og byrjar að rigna". Þetta er ein skemmtilegasta útskýring á fjármálalánamarkaði sem ég kann. Það er líka sannleikskorn í þessu, fjármálastarfsemi á alþjóðlegum markaði sem byggir á að vera snöggur að færa til fjármagn og á því að það sé best að lána þar sem arðsemin er mest gengur út á það að ausa fé þangað sem vel virðist ganga ... og þá jafnframt að hrifsa burtu fé og skrúfa á lán þegar velgengninni er lokið.
Það var auðvelt að fá lán í bullandi góðærinu og uppganginum á Íslandi. Það voru heilsíðuauglýsingar í blöðum og það greip um sig kaupæði sem byggt var á lánum bílalán, húsnæðislán og neyslulán á vísareikningum. En það er komið að skuldadögum og það er erfitt fyrir alla að fá lán í dag. Það er ekki bara erfitt að fá ný lán eða lánsfresti, það er líka erfitt að losna við skuldsettar eignir. Í svona stöðu eru fjármálaskuldbindingar fólks eins og átthagafjötrar og skuldafangelsi, fólk getur sig ekkert hreyft út af skuldum. Fjármagnið getur hreyst til og frá um heiminn með leifturhraða en maður sem er reyrður niður af skuldum hefur ekkert val, ekkert frelsi.
Fjármálaspekúlantar keppast við að ráða í stöðuna, hér er ein ágæt grein sem ber heitið There will be blood en höfundur telur upp hvaða lexíur fyrirtæki geta lært af þessum sviptingum sem kannski verða einhvern tíma nefnd upphaf kreppunnar miklu 2008.
Lexía 1: Væntingar eru allt
Lexía 2: Óöryggi er dauði
Lexía3: Snúðu blaðinu við á réttum tíma
Lexía 4: Stundum færðu ekki lánað nema þú þurfir ekki á því að halda
Lexía 5: Vertu varkár við lántökur
Lexía 6: Gjaldþrot er ekki heimsendir
Lexía 7: Himinninn er ekki að hrynja
Lexía 8: Skortsala drepur
..... framhald..
Fréttaskýring: Endurtekning frá 1931 í aðsigi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.