Ruglið í honum Ólafi

Mikið er nú gott að Hanna Birna sé tekin við stjórnartaumum í Reykjavík og Ólafur farinn frá. Hans embættisrekstur var vægast sagt undarlegur og spurning hvort Sjálfstæðismenn geti einhvern tíma fengið borgarbúa til að gleyma því að það voru Sjáfstæðismenn sem  studdu Ólaf til að verða borgarstjóri þó öllum væri ljóst að styrkleiki hans liggur nú ekki á því sviði.

 En vonandi verða borgarbúar ekki eins gleymnir eins og Ólafur er orðinn núna. Hann hefur umhverfst og hefur nú gleymt öllum sínum borgarstjóragloríum. Var það kannski ekki Ólafur sjálfur sem  réði Jakob Frímann bara fyrir nokkrum mánuðum  á ofurlaun, Jakob mun hafa átt að fá 861.700 á mánuði sem framkvæmdastjórni miðborgarmála á skrifstofu borgarstjóra og fyrir að sitja í nokkrum nefndum.

Sjá þessa grein frá 7. maí í ár:

Eyjan » Jakob Frímann fær um 861.700 króna laun frá borginni

Það er nú líka afar furðulegt að fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur heimti einhverjar opinberar nafnabirtingar starfsfólks borgarinnar eftir tekjum. Eeinhverjir  eru ábyrgir fyrir hvernig launakjör borgarstarfsmanna eru, sá sem ber þar mesta ábyrgð er einmitt borgarstjórinn. En borgarstjórn ber líka að vernda starfsfólk borgarinnar þannig að það fái vinnufrið. Það er allt í fína að birta opinberlega hve há laun eru fyrir eitthvað ákveðið embætti eða nefndarsetu en það er alveg á móti öllum manneskjulegum sjónarmiðum að birta lista yfir fólk. Það sennilega varðar við persónuverndarlög að vinnuveitandi birti opinberlega einhverja háðungar- og aftökulista um starfsmenn sína. En það er sjálfsögð skylda borgarstjóra að gæta þess að launakjör þeirra hæstsettu séu ekki út úr öllu korti. Það virðist nú Ólafur ekkert hafa gert á sinni embættistíð.


mbl.is Vill láta birta tölur um kostnað vegna borgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Auðvitað græðir enginn á svona orðbragði en vinnubrögð Vilhjálms og Kjartans í vetur leið voru með ólíkindum og ástæða til að kjósendur gleymi þeim ekki Hanna Birna tók þátt í því sjónarspili af alhug framá síðasta dag! Þeir sem fylgst hafa með pólitísku starfi Ólafs síðustu árin  máttu vita að hann mundi ekki sætta sig við annað en hans málefnasamningur næði fram að ganga þess vegna er það ljóst að sjálfstæðismenn ætluðu sér aldrei að starfa lengi með Ólafi hver yrði ekki sár og reiður við svona aðstæður en vonandi reynir
Ólafur að gæta sín betur í orðavali.

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég held að það hafi ekki verið það að Sjálfstæðismenn hafi ekki geta sætt sig við að Ólafur fengi of mikið af sínum málefnasamningi fram. Munið ekki hvað gekk á í kringum Ólaf áður en hann lét af starfi Borgarstjóra. Ofurlaun Jakobs Frímanns? Fulltrúi hans í skipulagsráði rekinn fyrir að segja að hún hefði ekki myndað sér skoðun um listaháskóla. Um það bil allt sem að maðurinn gerði sem borgarstjóri var umdeilt og fjallað um það neikvætt í fjölmiðlum.

Og enn virðist Ólafur vera bara í ruglinu og ég spái því að þetta sé síðasta kjörtímabil Ólafs sem stjórnmálamanns.

Jóhann Pétur Pétursson, 2.9.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: haraldurhar

   Það skal tekið fram að ég hef ekki og er ekki stuðningsmaður Ólafs Magnússonar.  Mér finnst þú taka djúp í árini Salvör er þú  skrifar um ruglið í honum Ólafi. Eg skil mætavel að Ólafur sé sár eftir að vera hafður af ginningarfiflí af Vilhjálmi og Kjartani, er þeir gáfu drengskaparlofoð um stuðning sinn við hann  til loka þessa kjörtímabils.  Viljhjálmur hefur margoft á þessu kjörtímabili verið uppvís að sega ósatt, og ganga bak orða sinna, og hlítur það að vekja undrun margra annara en mín hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að púkka uppá hann.

   Framsóknarflokkurinn er og hefur verið opinn í báða enda, og er tilbúinn að koma eins og hver önnur próventukerling þar sem hún finnur sér húsaskjól,  en eins og nú horfir þá virðast dagar Framsóknar vera nær taldir, og ólíklegt að þeir komi fulltrúa í borgarstjórn í næstu kostingum, og þingmennir að hámarki 3 í næstu kostingum. 

haraldurhar, 2.9.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þið framsóknarmenn setjið allt ykkar traust á gleymsku kjósenda að venju.

Sigurður Þórðarson, 3.9.2008 kl. 09:57

5 Smámynd: Bjarni Baukur

Nú sannast það sem ég hef sagt í mínum hópi: Ólafur F er rugludallur og veruleikafirtur kjáni. Uppákoman í gær bendir til þess ákveðið. Vinir og vandamenn hans ættu nú í mestu vinsemd að leiða hann út af sviðinu og bjóða honum hressingardvöl í Hvergerði. Ég meina það !

Bjarni Baukur, 3.9.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einn af kostum þess að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að afhjúpa trúverðugleika slúðurdálka á borð við þessa bloggsíðu.

Sigurður Þórðarson, 3.9.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigurður: Ég veit ekki hvort þú ert brandarabloggari eða einn af hinum frjálslyndu sem fylkja sér núna um nýja liðsmann sinn hann Ólaf. En vinsamlegast notaðu þitt eigið blogg til að skammast og rífast. Það geri ég. Það er fátt aumkunarverðara en að láta sér nægja svarhaga í bloggum annarra fyrir svona tuð.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.9.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband